laugardagur, maí 07, 2005

Inngangur:
Laugarásvideo segist hafa mesta úrval landsins af DVD myndum. Ég fór og lét reyna á málið.

Meginmál:
Ég er búinn að vera að leita mér að myndinni Il Postino á DVD, falleg ítölsk mynd frá árinu 1994. Er ég búinn að hringja víða, og hvergi er hún til. En þar sem ég átti leið um Sæbrautina á þessu fallega en kalda laugardagskvöldi ákvað ég að droppa við, enda er þessi leiga vel merkt í gulu: Mesta úrval landsins af DVD myndum.

Kom á daginn að myndin var ekki til. Hins vegar var hún til á VHS. Spekúleraði starfsmaðurinn að myndin hafi aldrei verið gefin út á DVD. Ég leiðrétti hann. Hún var víst gefin út. Ég mun væntanlega bara kaupa mér hana í HMV á 8 pund.

Einnig. Laugarásvideo er með díl í gangi. Þú leigir mynd á einhvern 400-500 kall og þarft aldrei að skila henni. Í mínum orðaforða kallast það að kaupa mynd.

Niðurstaða:
Það "besta" eða "mesta" er aldrei nógu gott. Alltaf má gera betur. Bæta þarf orðanotkun þjóðarinnar.