þriðjudagur, maí 10, 2005

Inngangur:
Renée Zellweger er mín óuppáhalds-leikkona. Nýlega komst hún í fréttirnar fyrir að eiga í ástarsambandi við hinn geðþekka og frábæra Damien Rice. Í dag dró til tíðinda.

Meginmál:
Renée gifti sig nýlega, sem nánar má lesa um hér. Það besta er þó að Damien kom þar hvergi nærri. "Hinn heppni" er kántrísöngvari.

Óska ég þeim hjúum velfarnaðar í leik og starfi og óska þess einnig að kantrísöngvarinn finni upp einhverja leið til að koma í veg fyrir að Renée setji upp 'svipinn'.

Niðurstaða:
Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu.