Ísland í dag...
... Hagnaðurinn brá sér í svona prófloka-djamm á föstudagskvöldið. Var það haldið heima hjá Guðbjörgu, vinnufélaga mínum, sem einmitt býr í risastóru húsi rétt fyrir ofan Ingólfstorg. Þótti teitið heppnast vel, enda var ekki farið í bæinn fyrr en þegar farið var að líða á fjórða tímann, AM.
Ég hitti Baldur Knútsson og við fórum yfir stöðuna. Erum við alla jafna nokkuð sammála og stöðuna, og því þurfti eiginlega ekki að deila um stöðuna; meira svona að benda á það hver staðan væri. Þið skiljið.
Vegna þynnku/þreytu var ekki farið í golf í gær. Þess í stað var horft á bitlaust lið Liverpool gera sanngjarnt jafntefli við bitlaust og leiðinlegt Boro lið.
Boro=boring!
Í gærkvöldi var svo farið í brúðkaup til Dodda og Guðrúnar, en þau þekkjum við frá Myrtle Beach árunum. Þau voru gefin saman í Háteigskirkju, en það er einmitt nokkuð flott kirkja, svona í einfaldleika sínum. Kirkju-brúðkaup eru annars ekki mitt cup of tea. En það er annað mál.
Veislan var svo haldin í sal Hjartaverndar, en það er glæsilegur salur í Kópavogi. Þetta var standandi veisla, og þótti mér það nokkuð sniðugt. Hefur marga kosti umfram sitjandi brúðkaup. Meiri svona samskipti og flæði á fólki, sem gerði þessa veislu skemmtilega og lifandi.
Doddi og Guðrún eru með fínasta fólki sem ég þekki, og ég óska þeim til hamingju með þennan áfanga.
Spilað var í Þorlákshöfn, en þann völl er einmitt búið að stækka uppí 18 holur. Völlurinn í Þorlákshöfn er erfiðasti golfvöllur landsins punktur
Ég var mjög stabíll, og spilaði illa allan tímann. Fyrir utan síðasta högg dagsins. Bjargaði deginum!
Í spilaranum:
Requiem for a Dream - Soundtrack
Gullmoli
Kær kveðja,
Haukur Hagnaður
... Hagnaðurinn brá sér í svona prófloka-djamm á föstudagskvöldið. Var það haldið heima hjá Guðbjörgu, vinnufélaga mínum, sem einmitt býr í risastóru húsi rétt fyrir ofan Ingólfstorg. Þótti teitið heppnast vel, enda var ekki farið í bæinn fyrr en þegar farið var að líða á fjórða tímann, AM.
Ég hitti Baldur Knútsson og við fórum yfir stöðuna. Erum við alla jafna nokkuð sammála og stöðuna, og því þurfti eiginlega ekki að deila um stöðuna; meira svona að benda á það hver staðan væri. Þið skiljið.
************************************
Vegna þynnku/þreytu var ekki farið í golf í gær. Þess í stað var horft á bitlaust lið Liverpool gera sanngjarnt jafntefli við bitlaust og leiðinlegt Boro lið.
Boro=boring!
************************************
Í gærkvöldi var svo farið í brúðkaup til Dodda og Guðrúnar, en þau þekkjum við frá Myrtle Beach árunum. Þau voru gefin saman í Háteigskirkju, en það er einmitt nokkuð flott kirkja, svona í einfaldleika sínum. Kirkju-brúðkaup eru annars ekki mitt cup of tea. En það er annað mál.
Veislan var svo haldin í sal Hjartaverndar, en það er glæsilegur salur í Kópavogi. Þetta var standandi veisla, og þótti mér það nokkuð sniðugt. Hefur marga kosti umfram sitjandi brúðkaup. Meiri svona samskipti og flæði á fólki, sem gerði þessa veislu skemmtilega og lifandi.
Doddi og Guðrún eru með fínasta fólki sem ég þekki, og ég óska þeim til hamingju með þennan áfanga.
************************************
Í dag var svo farið í fyrstu golf-ferð ársins.Spilað var í Þorlákshöfn, en þann völl er einmitt búið að stækka uppí 18 holur. Völlurinn í Þorlákshöfn er erfiðasti golfvöllur landsins punktur
Ég var mjög stabíll, og spilaði illa allan tímann. Fyrir utan síðasta högg dagsins. Bjargaði deginum!
************************************
Í spilaranum:
Requiem for a Dream - Soundtrack
Gullmoli
Kær kveðja,
Haukur Hagnaður
<< Home