fimmtudagur, desember 18, 2008

DVD...

Krissi er sá eini sem hefur látið sjá sig á DVD markaðnum góða á Korputorginu (af þeim sem ég þekki).

Hann gerði svakalega góð kaup, og nældi sér m.a. í The Golden Child á 799. Geri aðrir betur.

Það væri gaman að sjá fleiri.
Opið alla helgina til 22:00, og einnig opið á mánudag og þriðjudag.

Efnisorð:

Snúðarnir...

Á morgun eru 2 vikur síðan uppskriftin fræga fór á netið.

Ég spyr því núna: Hverjir eru búnir að prófa, fyrir utan piparsveinana á Laugarveginum?

Frábært lag úr afbraðgs mynd...

Efnisorð:

sunnudagur, desember 14, 2008

Auglýsing...

Nú er Hagnaðurinn kominn í nýtt hlutverk...

Ég er farinn að selja DVD diska á hinum eina sanna Korpumarkaði.
Rosa gott verð og mikið úrval... tilvalið í jólapakkann í ár.

Opið alla vikuna frá 11-19 og einnig næstu helgi.

Allir að mæta!

Efnisorð:

fimmtudagur, desember 11, 2008

Tiger Woods 2006...

Ég er búinn að hafa svolítinn tíma á virkum dögum núna í atvinnuleysinu. Ég hef nýtt tímann vel, haldið heimilinu gangandi, þrifið, bakað, reddað hlutum o.s.frv.

Einnig hef ég spilað slatta af Tiger Woods 2006 í Playstation 2 tölvunni minni; reyndar eini leikurinn sem ég spila.

Í kvöld voru tímamót, þegar ég sjálfur, mitt golf-sjálf, Hauger Woods, búinn til af mér, spilaði golfhring á 49 höggum.

Þetta var á Pasatiempo vellinum í Santa Cruz. Leikið var á næstöftustu teigum í svokölluðu West Coast Challenge móti.

Já ég var heitur.
49 högg (22,27).
6 ernir (2 holur í höggi)
10 fuglar
1 par
1 skolli (á átjándu, smá ævintýramennska)

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur. Segið svo að það sé ekki hægt að golf-blogga á veturna líka.

Golfblogg, bestu bloggin.

Efnisorð:

föstudagur, desember 05, 2008

Kanilsnúðar...

Ég hef bakað kanilsnúða í hátt í 20 ár, en er þó ekki enn orðinn þrítugur (verð það eftir rétt rúman mánuð). Uppskriftin er vel geymd á blaðsíðu 100 í gömlu uppskriftabókinni hennar mömmu, skrifuð niður af mér í kringum 1990.

Nú er kominn sá tími að ég deili þessari uppskrift með alnetinu. Vindum okkur í þetta.

Uppskrift (einföld):
2 tsk þurrger
1 dl volg mjólk
2 1/2 dl hveiti
1 msk sykur
1/4 tsk salt
25 smjörlíki (brætt)

Aðferð:
Blandið þurrefnum vel saman í skál. Bætið því næst mjólkinni og smjörlíkinu við.
Hnoðið vel saman. Látið svo hefast á volgum stað í 45 mín.
Fletjið svo út deigið (ca. brennibolti að stærð coverar eina plötu, 16 snúðar).
Hafið deigið ágætlega þykkt eða ca tvöfaldur þunnur pizzabotn.
Penslið svo deigið með bræddu smjörlíki (viðbót við það sem er í uppskriftinni) og dreifið svo kanilsykri yfir.
Deiginu er svo rúllað upp, nokkuð þétt, og svo skorið í sneiðar, ca. þumalfingur að þykkt.

Látið standa á plötunni í nokkrar mínútur og bakið svo við 200 gráður í svona 15-20 mín, eða þangað til snúðarnir eru orðnir Peter Andre brúnir.

Ég geri venjulega 6-8falda uppskrift. Áttföld uppskrift skilar ca. 60 snúðum.

Myndir:
Fyrst sjáum við mynd af tæplega 40 snúðum, með og án súkkulaði.
Á seinni myndinni sjáum við stærð snúðanna borið saman við mandarínu.





Trikk:
Reynið að fletja deigið út þannig að það verði ekki alveg hringur, heldur meira eins og egg, þ.e. að hæðin sé meiri en breiddin. Þannig næst lengri upprúllun og því stærri snúðar.

Munið að festa síðasta endann svo hann losni ekki of mikið frá snúðnum, þannig að þeir verði eins og öfugt 6 í laginu. Þið sjáið á myndunum að það hefur losnað pínulítið hjá mér.

Ekki pensla of miklu smjörlíki; bara nóg til að kanilsykurinn festist ágætlega.


Sjá einnig færslu um signature pizzuna mína.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.
Posted by Picasa

þriðjudagur, desember 02, 2008

Hoppípolla



Ég er að vinna í þessu....

Septet.

Efnisorð:

mánudagur, desember 01, 2008

Contact info

Ég vek athygli á nýju símanúmeri: 615-3483.
Vinsamlegast breytið.

Netfang: haukur [hjá] gmail.com

T.A.

Efnisorð: