fimmtudagur, desember 11, 2008

Tiger Woods 2006...

Ég er búinn að hafa svolítinn tíma á virkum dögum núna í atvinnuleysinu. Ég hef nýtt tímann vel, haldið heimilinu gangandi, þrifið, bakað, reddað hlutum o.s.frv.

Einnig hef ég spilað slatta af Tiger Woods 2006 í Playstation 2 tölvunni minni; reyndar eini leikurinn sem ég spila.

Í kvöld voru tímamót, þegar ég sjálfur, mitt golf-sjálf, Hauger Woods, búinn til af mér, spilaði golfhring á 49 höggum.

Þetta var á Pasatiempo vellinum í Santa Cruz. Leikið var á næstöftustu teigum í svokölluðu West Coast Challenge móti.

Já ég var heitur.
49 högg (22,27).
6 ernir (2 holur í höggi)
10 fuglar
1 par
1 skolli (á átjándu, smá ævintýramennska)

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur. Segið svo að það sé ekki hægt að golf-blogga á veturna líka.

Golfblogg, bestu bloggin.

Efnisorð: