Signature pizza...
Í gær prófaði ég að gera nýja pizzu og mér þótti takast svo vel til að þetta mun framvegis verða mín signature pizza. Fyrirmynd pizzunnar er The Original Barbeque Chicken frá California Pizza Kitchen en ég fékk mér einmitt svona í Baltimore núna í október. Afbragð. Uppskrift fylgir:
Botn (þetta eru ca tvær 10 tommur):
2,5 dl hveiti
2,5 dl durum hveiti
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 msk olía
2 dl volgt vatn.
Aðferð: Þurrefnum blandað saman, vatni og olíu bætt við, hnoðað, látið hefast í min(30 mín). Mjög einfalt.
Pizzan: Deigið flatt út í mjög þunnan botn, BBQ sósu dreift á botninn, því næst sett slatta af mozzarella osti. Svo er sett smátt skorinn rauðlauk yfir ostinn. Kjúklingurinn er skorinn niður í litla bita og steiktur í BBQ sósu á pönnu og síðan dreift yfir pizzuna. Að lokum er sett slatta af kóríander og toppað með meiri osti. Það er mjög mikilvægt að setja mikið af kóríander.
Þetta er síðan bakað í ofni við ca 200 gráðu hita þangað til osturinn er farinn aðeins að brenna (ca. 15 mín).
Það var ekkert,
Hagnaðurinn
Botn (þetta eru ca tvær 10 tommur):
2,5 dl hveiti
2,5 dl durum hveiti
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 msk olía
2 dl volgt vatn.
Aðferð: Þurrefnum blandað saman, vatni og olíu bætt við, hnoðað, látið hefast í min(30 mín). Mjög einfalt.
Pizzan: Deigið flatt út í mjög þunnan botn, BBQ sósu dreift á botninn, því næst sett slatta af mozzarella osti. Svo er sett smátt skorinn rauðlauk yfir ostinn. Kjúklingurinn er skorinn niður í litla bita og steiktur í BBQ sósu á pönnu og síðan dreift yfir pizzuna. Að lokum er sett slatta af kóríander og toppað með meiri osti. Það er mjög mikilvægt að setja mikið af kóríander.
Þetta er síðan bakað í ofni við ca 200 gráðu hita þangað til osturinn er farinn aðeins að brenna (ca. 15 mín).
Það var ekkert,
Hagnaðurinn
Efnisorð: Matur, Neytendamál
<< Home