Karlaklúbburinn Clint... samkoma nr. 3
Þá var komið að þriðju samkomu karlaklúbbsins Clint. Þetta var fjölmennasta kvöldið hingað til og jafnframt mesta drykkjan. Meira um það síðar. Mættir voru ég, Daníel, Steinar, Kristbjörn, Atli og Ragnar. Fín mæting þar á ferð og í rauninni fullkomin mæting í fyrsta sinn. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin... matur, drykkja, músík, vondulagakeppni.
Atli Sigurjónsson var kokkur kvöldsins og á boðstólum voru argentínskar nautalundir, bakaðar kartöflur, salat og rauðvín með. Matseldin gekk nokkuð erfiðlega framan af. Má þar ýmsu um kenna, m.a. var aðstoð við kokkinn í lágmarki, eldunartæki ekki fullnægjandi og svo framvegis. En eftir ca. 2 tíma var maturinn tilbúinn og bragðaðist hann vel, þó vel að bragðskynið hafi kannski aðeins verið farið að dofna vegna drykkju, klukkan var jú orðinn næstum 22:00. En á heildina litið var þetta afar vel lukkuð máltíð og fær Atli þrjá Clinta í einkunn.
Eftir rauðvín, bjóra, ferskjusnafsa og annað var röðin komin að vondulagakeppni. Voru lögin misvond þetta kvöldið og Steinar var reyndar bara með ágætt lag, það fannst okkur allavega þá. Held það heiti ‘Hip-Hop Halli’ eða eitthvað álíka. Allavega, ég var með lag með Carman og lenti það í öðru sæti keppninnar þetta kvöldið með eitt atkvæði. Hins vegar kom Kristbjörn sterkastur inn og sigraði með yfirburðum með alls 5 atkvæði. Gunnar Jökull var einfaldlega of vondur þetta kvöldið eins og önnur kvöld.
Síðan var bara fengið sér meira og meira að drekka. Meðal annarra drykkja var rússneskt kókaín. Það er killer. Svo var farið í bæinn. Og þvílík bæjarferð. Eða svo er sagt. Að sögn fróðra manna var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég man reyndar eftir að hafa stolið bjór á einum stað hér í bæ. Það þótti mér og einhverjum Skota fyndið. Svo man ég ekki meir. En ég á víst að hafa farið ófögrum orðum um starfsfólk staðarins. Vill ég biðja það fólk afsökunar, já og líka mennina sem ég á að hafa böggað á Lækjartorgi. Ekki nógu góð hegðun hjá Hagnaðinu. Mun ég leggja til að Karlaklúbburinn Clint verða bindindisklúbbur héðan í frá.
Nóg af bulli og vitleysu. Farinn að lesa ‘Dauðarósir’ eftir Arnald Indriða.
Já, og ef einhver veit um vinnu þá er ég að leita.
Ble Ble
Þá var komið að þriðju samkomu karlaklúbbsins Clint. Þetta var fjölmennasta kvöldið hingað til og jafnframt mesta drykkjan. Meira um það síðar. Mættir voru ég, Daníel, Steinar, Kristbjörn, Atli og Ragnar. Fín mæting þar á ferð og í rauninni fullkomin mæting í fyrsta sinn. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin... matur, drykkja, músík, vondulagakeppni.
Atli Sigurjónsson var kokkur kvöldsins og á boðstólum voru argentínskar nautalundir, bakaðar kartöflur, salat og rauðvín með. Matseldin gekk nokkuð erfiðlega framan af. Má þar ýmsu um kenna, m.a. var aðstoð við kokkinn í lágmarki, eldunartæki ekki fullnægjandi og svo framvegis. En eftir ca. 2 tíma var maturinn tilbúinn og bragðaðist hann vel, þó vel að bragðskynið hafi kannski aðeins verið farið að dofna vegna drykkju, klukkan var jú orðinn næstum 22:00. En á heildina litið var þetta afar vel lukkuð máltíð og fær Atli þrjá Clinta í einkunn.
Eftir rauðvín, bjóra, ferskjusnafsa og annað var röðin komin að vondulagakeppni. Voru lögin misvond þetta kvöldið og Steinar var reyndar bara með ágætt lag, það fannst okkur allavega þá. Held það heiti ‘Hip-Hop Halli’ eða eitthvað álíka. Allavega, ég var með lag með Carman og lenti það í öðru sæti keppninnar þetta kvöldið með eitt atkvæði. Hins vegar kom Kristbjörn sterkastur inn og sigraði með yfirburðum með alls 5 atkvæði. Gunnar Jökull var einfaldlega of vondur þetta kvöldið eins og önnur kvöld.
Síðan var bara fengið sér meira og meira að drekka. Meðal annarra drykkja var rússneskt kókaín. Það er killer. Svo var farið í bæinn. Og þvílík bæjarferð. Eða svo er sagt. Að sögn fróðra manna var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég man reyndar eftir að hafa stolið bjór á einum stað hér í bæ. Það þótti mér og einhverjum Skota fyndið. Svo man ég ekki meir. En ég á víst að hafa farið ófögrum orðum um starfsfólk staðarins. Vill ég biðja það fólk afsökunar, já og líka mennina sem ég á að hafa böggað á Lækjartorgi. Ekki nógu góð hegðun hjá Hagnaðinu. Mun ég leggja til að Karlaklúbburinn Clint verða bindindisklúbbur héðan í frá.
Nóg af bulli og vitleysu. Farinn að lesa ‘Dauðarósir’ eftir Arnald Indriða.
Já, og ef einhver veit um vinnu þá er ég að leita.
Ble Ble
<< Home