mánudagur, apríl 28, 2003

Blogg smog....
Hæ hæ.


Sit ég hér heima í kotinu veikur. Smá hausverkur og kvef í gangi... ekkert alvarlegt. Þarf að halda mér góðum út vikuna. Er nefnilega að fara í smá ferðalag á föstudaginn til Myrtle Turtle.

Já, tíðindi hér. Enn fer Hagnaðurinn til USA. Mun hann fara ásamt 3 karlmönnum og golfsettum. Hugsanlega verða einhver föt tekin með. Brottför á föstudag og komið heim 10 dögum seinna. Veðrið ætti að verða gott; kannski svona 25 gráður að meðaltali og sól og sumar bara.

Ég mun gista hjá BK og Svölu. BK er maður reiður og verð ég að vera var um mig í návist við hann. Maður veit aldrei nema hann fari að rífa kjaft, máli sig útí horn, og kalli mig bara rauðhærðan. Hann á svo bágt kallinn.

Ekkert sérstakt planað í ferðinni. Það verður spilað slatta af golfi, legið við sundlaugina og ströndina og hver veit nema maður grilli. Talandi um grill, þá er ég þegar byrjaður að grilla þetta sumarið og það ekkert smá grill. Ég grillaði heilan Hagnað um helgina, frá toppi til táar. Ætlaði að vera voða sniðugur og fara í ljós fyrir ferðina en fyrirbyggjandi aðgerðin virkaði svo vel að ég flýtti í rauninni grillingunni. En það var ekkert meðlæti.

Það var Lakers leikur í beinni í gær. Meira um það á Lakers síðunni.

Owen setti 4 og Liverpool unnu. Barcelona unnu Real Sócídad og Lakers unnu. Hvað meira getur maður beðið um á einni helgi.

Að lokum. Það hafa verið greinarflokkar inná Fram-heimasíðunni undir heitinu “Fram og ég” eða eitthvað álíka. Ég ætla að fara að skrifa svona pistil fljótlega. Elsku mamma.

Harpa á ammæli í dag. Hún er 22 ára. Óska ég henni til hamingju. Árinu eldri en í gær ?