fimmtudagur, apríl 17, 2003

Hæ hæ...

Samfylking skambylking. Ætla ekki allir að kjósa Dabba ?

Búið að vera ýmislegt í gangi uppá síðkastið. Hastið. NBA lauk í nótt. Lakers enduðu í fimmta sæti vestursins. Mætum því Kevin Garnett og hans aukaleikurum. Lakers síðan liggur niðri núna vegna tæknilegra örðuleika, en allt stendur til bóta þar.

Síðasti leikur Jordan í gær. Hann gat ekki neitt frekar en liðið hans. Kominn tími til að allir gamlingjar hætti í þessari deild og leyfi Kóngum eins og Kobe að skína sem skærast. Fleira var það ekki að sinni... ætla að reyna að nota fríið í að horfa á skemmtilegar bíómyndir og lesa einhverjar bækur. Vona að það gangi eftir.

Hvað er Rugged að rífa sig hér á síðunni minni. Hún hefur sína eigin síðu til að rífa kjaft.

Bless elskurnar

Hagnaðurinn