miðvikudagur, apríl 09, 2003

Ég sá Real spila í gær og Barca í dag...

Ég er Barca maður. Þeir voru samt ekki sannfærandi áðan gegn Juve, enda kannski skiljanlegt þar sem þeir voru á útivelli. En vá hvað Juve voru passívir á heimavelli. Kellingar segi ég.

Ég sá einhvers staðar að Ferguson hafi sagt að Raul sé besti leikmaður í heimi. Ha? Sá hann ekki Zidane í gær? Hvernig hann fíflaði Utd. liðið allan fyrri hálfleikinn. Svo í seinni hálfleik voru þeir svo hræddir við hann að þeir hlupu frá honum. Ferguson er ansi. Það hef ég vitað lengi.

Var annars að fá mér ADSL. Það er nokkuð hressandi.

Hagnaðurinn