þriðjudagur, desember 31, 2002

Ársuppgjör:

Árið 2002 var afar hressandi og margt gerðist og mikið. Á næstu dögum mun ég fara yfir árið með sjálfum mér og ryfja upp svona það helsta. Ég mun skrifa um hvern mánuð fyrir sig og birta jafn óðum og ég skrifa.

Janúar.

Að venju hófst árið á léttu chilli fyrstu dagana. Svo fór að styttast í lokabrottförina til Myrtle Beach. Að þessu sinni var farið á afmælisdeginum mínum, 10. janúar. Síðustu dagarnir fyrir brottför voru farnir að vera frekar vanafastir. Stress í einhverjum pappíramálum og öðru, pakka og kveðja fólk. Gamlar fréttir og nýjar.

... Flugið til Baltimore var hressandi að venju. Ég flaug þangað ásamt fríðu föruneyti. Með í för voru meðal annars Palli (a.k.a. Porno Paul), Valli og family, og Kjartan og family... mig minnir það allavega. Þetta var annað flugið eftir 11. september 2001 og því voru nokkuð mikill spenningur í maganum. Það átti aldeilis að lúskra á Bin Laden ef hann læti sjá sig, já eða hans menn. Nú eða bara aðrir menn eða konur, börn og gamalmenni.

... Ferðin gekk hins vegar bara nokkuð vel. Þegar til Baltimore var komið tók við ferð hjá mér og Palli í bíl til Myrtle Beach. Alls um 8 tíma ferð um miðja nótt; lítið sofnir. Það er aldrei gaman, en á leiðarenda komumst við. Það var ánægjulegt mjög.

... Harpa kom í lok janúar minnir mig. Það var hressandi sending frá Íslandi. Við bjuggum ennþá í 5306 í “Five Season” hlutanum af “Myrtle Beach Resort”. Ég skrifa þetta bara fyrir svona framtíðina ef ég skyldi gleyma þessu.

... Skólinn var rétt að byrja. Ég var í fimm tímum að venju. Þeir hétu: Advanced Corporate Finance, Financial Institutions and Markets, Investments, Real Estate Finance, og Religion. Allt saman mjög skemmtilegir og fróðlegir tímar, nema kannski helst ‘Institutions’. Ef það er einhver sem vill kynna sér þessa tíma, þá er ég búinn að skipuleggja allt námsefni mitt frá skólaárunum hér í kjallarnum í sérstakar möppur. Allir velkomnir. Já, Hagnaðurinn veit að það er mikilvægt að vera vel skipulagður.

... Veðrið í Myrtle Beach er vanalega ekkert sérstakt í janúar. En á árinu 2002 gerðist eitthvað undarlegt. Það var nefnilega þannig að það voru hátt í 30 gráður síðustu 2 vikurnar í mánuðnum. Það var afar hressandi. Gott ef maður chillaði ekki bara í sundlauginni á þessum tíma.

... Félagslífið var blómlegt. Baldur var á hæðinni fyrir neðan í íbúð 5305. Var gjarnan tölt niður og fengið sér bjór yfir NBA leik, eða jafnvel NFL leik. Var þar Lakers í sérstöku uppáhaldi og einnig St. Louis Rams í NFL. En ég vill taka fram að uppáhaldsliðið mitt í NFL er Tampa Bay Buccanears. Eina ástæðan fyrir því er sú að fyrstu önnina mína úti, þ.e. haustið 1999 fór ég til Florida í “Thanksgiving” og sá þá einmitt völlinn sem þeir spila á. Kannski ekki merkileg ástæða, en ástæða samt. Ekki veit ég af hverju Baldur Knútsson heldur með Minnessota Vikings, en ég vill hafa það á hreinu með hverjum ég held.

mánudagur, desember 30, 2002

Ég fann eitt skemmtilegt á netinu. Það er þetta hérna. Afar gott fyrir þá sem hringja til útlanda og vilja spara smá pening.

Ávallt Hagnaður.
Jæja..

Gleðilega hátíð á landi hér sem og annars staðar.

Mikið búið að vera gaman um jólin. Fékk alls konar pakka... samt aðallega svona dót fyrir heimilið. Fékk samt eina ágætis bók. Það er skoðanabók Charles Barkley. Fínn skítur um alls konar social shit og bakvið tjöldin NBA.

Er núna byrjaður á annarri bók. Hún er um Steven Spielberg. Ég hef haft gaman af mörgum mynda hans, og fannst alveg tilvalið að lesa mér svona aðeins til um hann. Er hálfnaður núna. Klára kannski á morgun.

Við Harpa erum núna aðeins farinn að skoða skóla í Danmörki meira. Allt samt á frumstigi eins og er. En það þarf að vera búið að sækja um fyrir 15. mars held ég.... svo það er ekkert svakalegur tími til stefnu fyrir haustið. Annars er Harpa að fara að byrja í Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræði. Enginn leikskóli meir fyrir hana.

Farinn að horfa á Bend it like Beckam. Held hún heiti það. Ég á von á vondri mynd.

Þar til síðar.

Hagnaðurinn

laugardagur, desember 21, 2002

Hæ og hó hó hó

Tískulögga á landi hér
Íslandinu á
Tíni ég ekki krækiber
Nei og já já já

Farinn að vinna í Hagkaupi
Smáralindinni í
Er ekki mikill kaupauki
Til að kaupa blý

Vel ég marga liti
Vel ég falleg föt
Ekki hrifinn af sliti
Sel ég ekki göt

Skyrtur, sokkar, mæliglös
Síðaerma bolir bláir
Set þetta allt í mína nös
Þó þeir séu gráir

Þetta er nýja vinnan mín
Afar hressandi er
Hamar steðji ístað grín
Hagkaups herra her

Hagnaðurinn

mánudagur, desember 16, 2002

Annars er ég bara að vinna í herradeild Hagkaupa í Smáralind þessa dagana... þ.e.a.s. á kvöldin... það er aaafar hressandi. Ég geri ekki annað en að vinna og sofa. Það er ekki hressandi.

Jájá
Þetta er góð lesning.

Hagnaðurinn

laugardagur, desember 14, 2002

Magnaður helvítis andskoti...

... já, þessir seinni útgáfutónleikar Sigurrós í gær voru af hinu góða. En byrjum á byrjuninni...

... Ég og Harpa hófum kvöldið með því að fara á Austur-Indíafélagið. Við erum svo mikið fyrir AT, humm. Þetta er staður niðrá Hverfisgötu fyrir þá sem ekki vita. Ágætlega kósý staður... svona indversk músík, starfsfólk í einhvers konar kuflum og bara allt í hinum besta fíling. Svo var komið að því að panta. Þá talaði þjónninn bara ensku, sem er í fínu lagi, en við héldum að hann væri frá Frakklandi... þannig að þetta var nú orðinn meiri alþjóðlegi hrærigrauturinn. Maturinn reyndist hiða mesta lostæti eins og við var að búast og fórum við saddari út. Við fengum okkur einhvern kjúkling, jógúrtsósu, og naan brauð... allt í stakasta lagi.

... Frá glæpamönnunum á Hverfisgötunni lá leiðin í smá rúnt til ríka fólksins á Seltjarnarnes áður en við námum staðar í Háskólabíói. Spenningurinn var að ná hámarki. Allavega hjá mér, ég veit ekki alveg með Hörpu... hún var meira bara að horfa á allar “týpurnar”.... jú, og alla útlendingana sem voru ansi margir, og sérstaka athygli vakti hversu margirAsíubúar voru á svæðinu.

... Áður en tónleikarnir hófust keypti ég mér bol... svona eins og allir túristarnir. En ég endaði reyndar uppi með tvo boli því Harpa stal óvart einum bol. Ég á því tvo eins boli, annan í small og hinn í medium. Þetta er af hinu góða. Nú á ég nýjan uppáhaldsbol... eða boli... einn til að vera hnakki í small og einn til að vera rokkari í medium. Möguleikarnir eru endalausir.. en þá að blessuðum tónleikunum.

... Siggi nokkur Ármann hitaði upp. Hann var í rólegum fíling með kassagítar í hönd en hafði með sér Kjartan hljómborðsleikara í Sigurrós á hljómborð og Orra í Sigurrós á trommur. Hann spilaði einhver 8 lög sem öll voru ansi svipuð... soldið Belle & Sebastian-leg mörg hver, sem er af hinu góða. En enginn var þarna mættur til að sjá Sigga Ármann.

... Núna gat kvöldið farið að byrja. Ég var orðinn ansi spenntur því ég átti von á einhverju svakalegu. Hressu strákarnir mættu svo um tíu-leytið ásamt stelpunum í strengjasveitinni sem eru þeim til halds og trausts. Athygli vakti að þeir heilsuðu ekki. En hverjum var ekki sama. Enginn var þarna mættur til að hlusta á eineygðu grænmetisætuna tala.

... Sigurrós spiluði í alls tvo tíma sem var bara af hinu góða. Þeir hefðu mátt spila lengur mín vegna. Strax í fyrsta lagi var maður kominn með netta gæsahúð og það hélt áfram út alla tónleikana, allt fram í Pop Song sem var síðasta lagið og það var alveg brjálæðislega skrjáflæðislbrega gríðarlega smíðatrega geggjað og sá til þess að gæsahúðin mun ekkert fara fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Svo eru menn að segja að Sigurrós sé eitthvað rólegheita-band. Þvílíkt bull og vitleysa.
Svo ritar Jarlaskáldið um þetta lokalag:
Þá var bara eitt lag eftir, og allir í salnum vissu að þetta væri lokalagið þegar fyrstu tónarnir heyrðust. Popplagið er einfaldlega langbesta tónleikalag allra tíma (segir maður sem farið hefur á ca. tíu tónleika, but waysany), og sveik það ekki í kvöld frekar en fyrri daginn. Ætlar Jarlaskáldið ekkert að reyna að lýsa því, það verður aðeins upplifað. Trylltust enda áhorfendur þegar Sigur Rós henti frá sér hljóðfærunum og stormaði út, en kom svo tvisvar aftur til að hneigja sig eins og hennar er siður.

... á milli þessara laga spiluði þeir bland af lögum af Ágætis Byrjun, allavega eitt lag af Von, nokkur lög af ( ), og að ég held tvö ný lög; þar af eitt sem var soldið Godspeed You Black Emperor-legt. Ansi gott stöff.

... Í heildina stóðu þeir sig allir afar vel. Samt fannst mér eiginlega trommarinn standa uppúr. Hann fær alveg geðveikisleg köst drengurinn sá. Eins og hann er nú furðulegur. Æ, þeir eru allir furðulegir held ég. Ég læt þetta gott heita.

Einkunn: 99/100 ... það má alltaf gera betur einhvers staðar.

Hagnaðurinn
Oh My Fokking God...

... Blað var brotið í rokksögunni áðan held ég.... Sigurrós voru svakalegir... meira á morgun eða hinn
... A paper was broken in rock history earlier tonight... Sigurros are just too much... more later

Hagnaðurinn er farinn að sofa í sæluvímu

laugardagur, desember 07, 2002

Það eru að koma jól...

Er þetta ekki alveg stórkostlegt. Ég veit ekki betur. Ég sem ætlaði að fara að breyta linknum mínum úr "Best team in the world" í "Worst team in the world"

Já, þetta er eintóm gleði á laugardagsmorgni.

Gerum lífið skemmtilegra,
Hagnaðurinn

mánudagur, desember 02, 2002

Þvílík leti hjá Hagnaðinum...þangað til núna ...

... já, eða ekki leti. Ég veit ekki. Maður er nú eiginlega bara alltaf að busy-ast eitthvað. En núna er allt að verða voða flott og svona hérna hjá okkur. Og núna er bara að fá sér ADSL svo maður sé maður með mönnum. Maður er jú manns gaman...

... eða hvað? Var einmitt að horfa á “Sjálfstætt Fólk” í gær og þar var Anna Kristjáns vélstjóri. Ekki veit ég hvað hljóp í kollinn á henni, en mikið er hún ljót kona... eins og hún var nú myndarlegur fúlskeggjaður karlmaður. Já, svona er þetta víst.

... Ég keypti mér miða á Útgáfutónleika Sigurrósar um daginn. Beið í röð í alls tvo tíma til að fá miða. Mikið hlakka ég til. Þetta verður örugglega ansi gaman, enda hressir strákar með eindæmum. Ég ætla að fara með Hörpu... ég held að hún búist við því að það verði rólegheit og rómantík. Ég held að það verði gaman. Gaman saman? Ég veit ekki.

... Svo er blessað jólastressið að fara að byrja... eða er eiginlega þegar byrjað. Ég er víst að fara að senda pakka til útlanda á morgun, því það er seinasti “safe” dagurinn til að senda. Þessir menn sem stjórna þessu eru fullir af skít og öðrum viðbjóði.

... Kíkti inná Fram-spjallið um daginn. Þar er ekki mikið að gerast. Það er heldur ekki mikið að gerast hjá mér í æfingamálum eins og er. Ég er ekki að æfa þessa stundina og er þannig séð í tímabundnu fríi. Það eru engin leiðindi í gangi eða neitt slíkt heldur meira svona blanda af vinnuálagi, tímaleysi og áhugaleysi. En ég vonast til að þetta breytist innan tíðar, ég fái sómasamlega vinnu, og fái löngun til þess að byrja að æfa. Hvenær það gerist veit ég ekki, en vonandi verður það sem fyrst. Reyndar var verið að tala um það í fréttum áðan að búist er við að atvinnuleysi muni aukast hér á næsta ári. Ekki voru það hressandi fréttir.

Höldum hressleikanum uppi,
Hagnaðurinn