þriðjudagur, desember 31, 2002

Ársuppgjör:

Árið 2002 var afar hressandi og margt gerðist og mikið. Á næstu dögum mun ég fara yfir árið með sjálfum mér og ryfja upp svona það helsta. Ég mun skrifa um hvern mánuð fyrir sig og birta jafn óðum og ég skrifa.

Janúar.

Að venju hófst árið á léttu chilli fyrstu dagana. Svo fór að styttast í lokabrottförina til Myrtle Beach. Að þessu sinni var farið á afmælisdeginum mínum, 10. janúar. Síðustu dagarnir fyrir brottför voru farnir að vera frekar vanafastir. Stress í einhverjum pappíramálum og öðru, pakka og kveðja fólk. Gamlar fréttir og nýjar.

... Flugið til Baltimore var hressandi að venju. Ég flaug þangað ásamt fríðu föruneyti. Með í för voru meðal annars Palli (a.k.a. Porno Paul), Valli og family, og Kjartan og family... mig minnir það allavega. Þetta var annað flugið eftir 11. september 2001 og því voru nokkuð mikill spenningur í maganum. Það átti aldeilis að lúskra á Bin Laden ef hann læti sjá sig, já eða hans menn. Nú eða bara aðrir menn eða konur, börn og gamalmenni.

... Ferðin gekk hins vegar bara nokkuð vel. Þegar til Baltimore var komið tók við ferð hjá mér og Palli í bíl til Myrtle Beach. Alls um 8 tíma ferð um miðja nótt; lítið sofnir. Það er aldrei gaman, en á leiðarenda komumst við. Það var ánægjulegt mjög.

... Harpa kom í lok janúar minnir mig. Það var hressandi sending frá Íslandi. Við bjuggum ennþá í 5306 í “Five Season” hlutanum af “Myrtle Beach Resort”. Ég skrifa þetta bara fyrir svona framtíðina ef ég skyldi gleyma þessu.

... Skólinn var rétt að byrja. Ég var í fimm tímum að venju. Þeir hétu: Advanced Corporate Finance, Financial Institutions and Markets, Investments, Real Estate Finance, og Religion. Allt saman mjög skemmtilegir og fróðlegir tímar, nema kannski helst ‘Institutions’. Ef það er einhver sem vill kynna sér þessa tíma, þá er ég búinn að skipuleggja allt námsefni mitt frá skólaárunum hér í kjallarnum í sérstakar möppur. Allir velkomnir. Já, Hagnaðurinn veit að það er mikilvægt að vera vel skipulagður.

... Veðrið í Myrtle Beach er vanalega ekkert sérstakt í janúar. En á árinu 2002 gerðist eitthvað undarlegt. Það var nefnilega þannig að það voru hátt í 30 gráður síðustu 2 vikurnar í mánuðnum. Það var afar hressandi. Gott ef maður chillaði ekki bara í sundlauginni á þessum tíma.

... Félagslífið var blómlegt. Baldur var á hæðinni fyrir neðan í íbúð 5305. Var gjarnan tölt niður og fengið sér bjór yfir NBA leik, eða jafnvel NFL leik. Var þar Lakers í sérstöku uppáhaldi og einnig St. Louis Rams í NFL. En ég vill taka fram að uppáhaldsliðið mitt í NFL er Tampa Bay Buccanears. Eina ástæðan fyrir því er sú að fyrstu önnina mína úti, þ.e. haustið 1999 fór ég til Florida í “Thanksgiving” og sá þá einmitt völlinn sem þeir spila á. Kannski ekki merkileg ástæða, en ástæða samt. Ekki veit ég af hverju Baldur Knútsson heldur með Minnessota Vikings, en ég vill hafa það á hreinu með hverjum ég held.