Hjólablogg, góð blogg
Á þessum árstíma hafa golfbloggin-bestu bloggin verið að detta inn. En það er leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki enn spilað golfhring á þessu ári. Ástæðurnar eru aðallega tvær: í fyrsta lagi tilheyri ég ekki lengur golfklúbbi Landsbankans né nokkrum öðrum golfklúbbi, og í öðru lagi hefur orðið fjölgun á heimilinu. En það er allt í góðu - ég mun spila golf í sumar, en verð selectívari á veður og þess háttar. Það verða fáir en góðir hringir í sumar.
Þess í stað hef ég einbeitt mér að hjólreiðum, eins og komið hefur fram á síðunni. Um helgina tók ég tvær ca. 30 km ferðir, en í dag bætti ég um betur og fór 46 km, sem er season high.
Þess í stað hef ég einbeitt mér að hjólreiðum, eins og komið hefur fram á síðunni. Um helgina tók ég tvær ca. 30 km ferðir, en í dag bætti ég um betur og fór 46 km, sem er season high.
- Ferðin í dag átti ekki að vera neitt sérlega löng. Ég var þreyttur eftir 60 km um helgina og var auk þess nett rjóður í framan, sem mun reyndar breytast í fallega brúnku mjög fljótlega.
- Ég var í Iniesta treyjunni minni til heiðurs Barcelona, en titillinn var tryggður um helgina, og var einnig með asnalegt buff. Hvar fæ ég svart buff undir 2000 kr? Þá ákvað ég að hjóla án Bauer-sólgleraugna, til að fá jafnari brúnku í andlitið.
- Fyrsta stopp var í Erninum í Skeifunni. Hraðamælirinn minn var bilaður (réði greinilega ekki við hraðann) og því var kippt í lag, nýr settur á og brunað af stað. Klassa strákar í Erninum.
- Næsta stopp var svo í Íhlutum Skipholti. Straumbreytirinn sem ég keypti þar var farinn að suða. Ekkert mál - fékk nýjan eins og skot.
- Svo var tekið Laugarann, stoppað á Austurvelli fyrir prótein-bar og orkudrykk, og svo haldið áfram. Power komið í kroppinn og því ákveðið að taka smá keppnis-hring.
- Leiðin lá útá Nes, Ægissíðan, Nauthólsvík, gegnum Kópavoginn, Arnarnes, og bara alla leið að bryggjuhverfinu í Hafnarfirði.
- Svo var aftur stoppað í Góu. Keypti smá lakkrís. Gott að eiga þegar það koma gestir.
- Síðan var bara meðfram Reykjanesbrautinni, upp að Vífilsstaðavatni (flottur staður) og upp "brekku dauðans", en þar mætti ég einmitt sjálfum Jack Bauer, a.k.a. Biggington. Hann var á bíl.
- Svo var haldið heim á leið í gegnum hringtorgavitleysuna.
- Meðalhraðinn var rétt um 25 km/klst, sem er fínt tempó fyrir mig.
Efnisorð: Hjólreiðar