fimmtudagur, maí 07, 2009

Herbalife!

Fyrir um 2 vikum fékk ég email frá fyrrum vinnufélaga í Landsbankanum þar sem hún spurði hvort ég vildi ekki vinna mér inn aukapening þar sem ég réði vinnutímanum og bla bla. Fyrsta sem mér datt í hug var Herbalife, og ég er/var mjög fordómafullur gagnvart svona dóti. Ég hringdi í hana og jú, þetta var Herbalife. Hún bauð mér á kynningu um kvöldið og ég sagðist ætla að sjá til. Ég hugsaði málið, talaði við nokkra aðila og ákvað svo að skella mér, enda hefði ég engu að tapa, nema þá bara þessum klukkutíma. Mér leið soldið eins og ég væri að fara í messu hjá Krossinum, þetta var svo ekki ég.

Kynningin var ágæt.
Það var smakk; te, prótein súkkulaði, sjeikar. Það var kynnt hvernig viðskiptamódelið virkar, ef maður skyldi hafa áhuga á því. Þarna voru svona 10 manns, nokkrir eins og ég, en einnig nokkrir sölumenn og það lið var alveg á því að þetta væri málið. Meðal þeirra var einn strákur jafngamall mér, fyrrum mótherji í fótbolta. Hann náði að sannfæra mig um að prófa að kaupa mér.

Og ég gerði það, eða réttara sagt við Harpa. Við tókum startpakka, sem samanstendur af jarðaberjasjeik, próteini, vítamínum og trefjum. Ég keypti aukalega te og súkkulaði. Núna erum við búin að smjatta á þessu í 2 vikur. Við erum að vísu að gera þetta á mismunandi forsendum. Harpa er að reyna að létta sig og ég er meira að reyna að fá betri næringu og aukna orku. Hvort tveggja er að ganga vel. Þetta er að virka eins og það er sagt að þetta eigi að virka.

Ég á ekki von á öðru en að kaupa mér meira þegar núverandi pakki klárast, en hvort ég ætli útí sölu á þessu er enn ekki ákveðið.

Hvað segja lesendur?
Hefur fólk skoðun á þessu? - ég er allavega búinn að grafa mína fordóma.

Efnisorð: