Draumur...
Ég lagði mig aðeins í dag, og dreymdi draum. Þegar ég vaknaði mundi ég hann alveg ótrúlega vel - sem er öllu algengara með svona stutta blunda (i).
Nema hvað.
Draumurinn endaði þannig að ég er að hjóla vestur eftir Miklubraut, beygi inn til vinstri í Lönguhlíðina og tek svo hægri beygju inn Mávahlíðina (önnur beygja í raun, en þriðja beygja skv draumi). Ég er á leiðinni að ná í tengdamóður mína. Hún ætlar að koma að hjóla með mér niðrí Laugardal. Ég stoppa við annað húsið til hægri, fer niðrí kjallara og þar er hún að bíða eftir mér. Ég vakna.
Þetta var merkilega skýr draumur, svo ég spyr Hörpu seinni partinn hvort foreldrar hennar hafi einhvern tímann búið í Hlíðunum. Jú, það passaði, svo ég hringi í tengdamóður mína. Jú, þau bjuggu í Mávahlíð 4 (annað húsið) í kjallara.
Hefði einhver spurt mig í gær hvar Mávahlíð væri hefði ég ekki getað svarað því. Ég vissi ekki að þau hefðu búið í Mávahlíð, hvað þá númer 4 og í kjallara. Skömmu eftir að ég vaknaði hefði ég getað lýst íbúðinni nokkuð nákvæmlega að innan.
Hvernig gat þetta gerst?
Nema hvað.
Draumurinn endaði þannig að ég er að hjóla vestur eftir Miklubraut, beygi inn til vinstri í Lönguhlíðina og tek svo hægri beygju inn Mávahlíðina (önnur beygja í raun, en þriðja beygja skv draumi). Ég er á leiðinni að ná í tengdamóður mína. Hún ætlar að koma að hjóla með mér niðrí Laugardal. Ég stoppa við annað húsið til hægri, fer niðrí kjallara og þar er hún að bíða eftir mér. Ég vakna.
Þetta var merkilega skýr draumur, svo ég spyr Hörpu seinni partinn hvort foreldrar hennar hafi einhvern tímann búið í Hlíðunum. Jú, það passaði, svo ég hringi í tengdamóður mína. Jú, þau bjuggu í Mávahlíð 4 (annað húsið) í kjallara.
Hefði einhver spurt mig í gær hvar Mávahlíð væri hefði ég ekki getað svarað því. Ég vissi ekki að þau hefðu búið í Mávahlíð, hvað þá númer 4 og í kjallara. Skömmu eftir að ég vaknaði hefði ég getað lýst íbúðinni nokkuð nákvæmlega að innan.
Hvernig gat þetta gerst?
Efnisorð: Daglegt líf, Hjólreiðar, Skondið
<< Home