mánudagur, nóvember 01, 2004

Í dag verður unnið til hádegis...

... og síðan verður flúið land. Áætluð heimkomu er á miðvikudag í næstu viku.

Ég sagði afa mínum í gær að ég væri að fara til USA. Hann kvaddi mig nánast eins og þetta væri í síðasta sinn sem hann myndi sjá mig. Hann hefur e.t.v. haldið að ég væri að fara að upplifa ameríska drauminn... svona eins og menn gerðu í kringum þarsíðustu aldamót. En það er önnur saga.

Það væri vinalegt ef fólk myndi segja góða ferð og svoleiðis í commenta-dótið. (En ekki biðja mig um að kaupa e-ð handa ykkur. Þriggja blaðsíðna listi er nóg).

Slater,
Hagnaðurinn