föstudagur, nóvember 01, 2002

Viðskiptabann... Viðskiptabann... Viðskiptabann

... Ég er rólegur maður að eðlisfari og bý yfir mikilli yfirvegun.... en það var ég ekki í gærkveldi. Þá var svokölluð Hrekkjavaka (e. Halloween). Ákváðum við Harpa að reyna að halda í smá siði frá guðs landi og gera okkur smá dagamun. Var því ákveðið að skella sér á Rokkarann (Hard Rock). Með í för var stúlka að nafni Dröfn... er hún vinkona Hörpu og hyggur hún á nám í Coastal í vor. Ágætis stúlka en talar soldið mikið.... hvaða stelpa gerir það svo sem ekki? Allavega...

... Við mættum þarna, og allt bara í góðum fíling. Búið að skreyta staðinn og alles, og allt starfsfólk í búningum. Einnig var sérstakur matseðill í tilefni dagsins. Við fengum okkur öll það sama einhverra hluta vegna.... Ostborgara, franskar og salat. Hljómar bara ágætlega fyrir einhvern 700 kall. Ég bað um minn borgara með lauk, káli og tómati. Ekkert mál. Stelpurnar voru með svipaðar útfærslur.

... Svo kom reikningurinn eins og tíðkast. Kom þá í ljós að ofan á 700 kallinn var rukkað 250 kr. fyrir salatblað, 150 kr. fyrir laukinn, en tómaturinn var ókeypis!!! Var þetta þá komið í ágæta summu. Ég æsti mig nú samt ekki.... þó þetta hafi verið afar lágkúrulegt hjá rokkaranum (takið eftir, nú nota ég lítinn staf; skemmtilegt ekki satt?). Hins vegar æstu stelpurnar sig og þessar krónur voru ekki borgaðar. Skipta þessir hundrað kallar kannski ekki öllu máli, meira svona að halda smá sjálfsvirðingu. Mér skilst að Baugur hafi tekið yfir rekstur staðarins.

... Staðir sem ekki standa sig í stykkinu eru settir í viðskiptabann; hence, titillinn. Mér finnst “hence” skemmtilegt orð.

Hagnaðurinn