fimmtudagur, nóvember 07, 2002

“Sigur á fyrstu æfingu”

... sagði Gunnar B. Ólafsson, einnig kallaður Gunni rauði, eftir fyrstu æfingu vetrarins nú fyrr í kvöld. Gunnar kemur greinilega fullur orku undan stuttu haustfríi. Nú er allt að verða vitlaust í æfingum þar sem styttist í næsta leik. Eins gott að vera í góðu formi því það eru aðeins tvöhundruð og eitthvað dagur í leik.

... Sjálfur er ég í smá krísu... líkamlega og andlega, og veit í rauninni ekkert hvort ég sé að fara að æfa fótbolta ... allavega ekki á næstunni. Eins og fram hefur komið hér þá er ég í þannig vinnu að hún fer ekki mjög vel með fótbolta. Vinnutíminn er langur og ég er eiginlega bara alltaf að vinna þegar það eru æfingar. Einnig er þetta erfiðisvinna og fer það ekki mjög vel með líkamann. Og ekki bætur það uppá andlegu hliðina að sjálfur Hagnaðurinn, Viðskiptafræðingurinn, Athafnamaðurinn, Hryðjuverkamaðurinn, og Skipulagsgúrúið skuli vera að vinna sem verkamaður. Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt. Þess vegna...

... stefnir allt í að ég muni flýja land á næstu misserum. Harpa stefnir á að fara í nám erlendis næsta haust, og hyggst ég fara með henni á áfangastað, sem reyndar hefur ekki verið ákveðinn. Ég ætla sem sagt að fylgja fordæmi Pornos-ins... það er ekki verandi á þessu fokking skeri hér þar sem spilling og annar viðbjóður ræður ríkjum.

... en áður en land verður flúið munum við Harpa flytja í kjallarann eins og fram hefur komið. Mun það fara fram núna um helgina. Það þarf að mála íbúðina, og fyrir þá sem þekkja (ég geri það ekki), þá verður einn veggurinn Pottery-Barn-Fjólublár. Aðrir veggir verða í hefðbundum lit. Ég ætla, og ég lofa að setja inn myndir þegar allt verður orðið ready og flott. Reyndar er hætta á því að ekki muni sjást í Pottery Barn vegginn þar sem við eigum svo mikið af drasli á vegg að það mun líklega þekja allann vegginn.

Þetta er mitt framlag,
Hagnaðurinn.