föstudagur, nóvember 01, 2002

Heimilisinnkaup og fleira...

Nú styttist í það að við skötuhjúin flytjum í kjallarann í Brekkuseli 17. Jólin nálgast einnig, en það er annað mál og veigaminna. Í tilefni brottflutninganna, innflutninganna, og niðurflutninganna; allt eftir því hvernig litið er á málin, þá var farið í smá innkaupaferð eins og gengur og gerist hjá þeim sem lifa íslenska drauminn. Ég reyna að lifa íslenska drauminn... nema hvað ég er ekki jafn heimskur og þorri manna. Ég reyni að kaupa eignir en ekki skuldir, rétt eins og höfundur “Ríki Pabbi, Fátæki Pabbi” kennir.

... Hér að ofan er orðið “reyni” notað í tvígang, og er það mikilvægt. Þó ég reyni þá er þetta ekki alveg að ganga og vinn ég sem verkamaður þessa dagana. Það þarf þó ekki að vera alslæmt í sjálfu sér. Ég er ekki fastur í hinu svokallaða lífsgæðakaphlaupi eins og margir. Ekki misskilja þó. Ég geri greinarmun á íslenska draumnum og lífsgæðakapphlaupinu. Hvað um það, ég ætaði að tala um innkaup:

... Við Harpa fórum sem sagt og keyptum nokkra hluti. Við vorum búin að skoða töluvert í hinum og þessum búðum og nú í dag var farið og keypt soldið af þessu dóti. Í dag var fjárfest (ef mér leyfist að nota það orð) í tveimur náttborðum úr sesamvið með mahóni-áferð (þetta hljómarvel, ekki satt?), einum sjónvarpsskáp með svipaðri áferð, og þessum líka glæsilega gler-stellskáp.

... Einnig var farið og skoðað málningu. Fengum við prufu af einum tveimur þremur litum. Verður sofið á þessu í nótt og verslað á morgun. Svo er á dagskránni að fjárfetsa í sófum tveim. Þá hefur okkur verið gefinn ísskápur og sjónvarp. Þá ætti bara allt að fara að verða klára... og það er þessi pistill líka.

Hagnaðurinn