fimmtudagur, september 03, 2009

Hjól - Hagnaður

Ég keypti mér hjól um miðjan apríl. Síðan þá hafa liðið 142 dagar og ég er búinn að hjóla 1750 km. Það gerir 12,3 km að meðaltali á dag yfir þetta tímabil. Virka daga í sumar hef ég hjólað í og úr vinnu, samtals um 20 km á dag eða 100 km á viku.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að hjóla; það hressir, enginn pirringur í umferðinni, góð heilsurækt, einfaldar heimilislífið, það er umhverfisvænt og svo sparar það auðvitað pening. En hversu mikinn pening?

Miðað við að bíll eyði 8 lítrum á hundrað km, þá myndi samtals þurfa 219 lítra til að keyra þessa vegalengd, og miðað við að líterinn kosti 180 krónur þá er ég að spara mér 39.375 krónur í beinan kostnað við að hjóla í stað þess að keyra.

En það er ýmiss annar breytilegur kostnaður við að reka bíl, s.s. viðhald, smurning, dekkjaskipti etc, svo það má eiginlega segja að ég hafi kannski sparað mér 47.000 krónur so far (miðað við 20% viðhaldaálag).

Hjólið kostaði 65.000 krónur með öllum fylgihlutum.
Til að "borga upp" hjólið þarf ég að hjóla alls 2400 km., eða 650 km í viðbót.

* Hérna er reyndar ekki tekið tillit til hjólreiðaferða sem ég fer til gamans, en þær eru mikill minnihluti.
* Hér er heldur ekki tekið tillit til þess að við þyrftum að eiga tvo bíla, sem flækir náttúrulega útreikningana mikið.
* Vikulega spara ég mér 2.250 krónur í bensínkostnað með því að hjóla í stað þess að keyra.

Niðurstaða:
Áfram hjól, spörum einkabílinn.

Efnisorð: