miðvikudagur, júlí 08, 2009

Golfblogg - bestu bloggin, tvöfalt golfblogg

Góðan dag hér og þar og alls staðar.

Ég er búinn að fara fimm sinnum í golf í sumar.
1) 9 holur á Urriðavelli.
2) 9 holur á Setbergsvelli.
3) 18 holur á Urriðavelli.
4) 18 holur á Urriðavelli.
5) 18 holur á Korpu.
Segir hér frá þeim tveimur síðastnefndu.

Það var fallegt veður, hlýtt og logn þann 26. júní síðastliðinn þegar ég, Viðar Guðjónsson og Ólafur Þórisson mættum á teig á Urriðavelli. Ráðgjafagengið svokallaða.

Ég var að spila hörkuvel - 90 högg alls (46/44). Það var helst að það vantaði smá meiri gæði í kringum flatirnar og á flötunum. Tölfræði:
  • Pútt: 2 einpútt, 15 tvípútt, 1 þrípútt.
  • Hittar brautir: 9/14 (64%).
  • Hittar flatir: 4/18 (22%).
  • Víti: 2.
Viðar og Ólafur léku ágætlega á fyrri 9 holunum, en það fjaraði aðeins undir þeirra leik þegar leið á nóttuna (01:00 am plús) og tók að rökkva.

*******************************

Í gær var svo haldið á völl þeirra GR-inga að Korpúlfsstöðum.
Upphaflega átti þetta að vera einvígi Liverpool-manna gegn manutd-mönnum, en það vantaði einn úr hvoru liði. Liðsskipan var því eftirfarandi: Hauger Woods, Ommidonna, Gunni Magg celeb, Júllí GR-ingur. Leikur hófst klukkan 21:30 í blíðskaparveðri.

Aðeins eitt skipti máli: Hauger Woods gegn Ommadonna; holukeppni. Þetta var mikilvæg keppni sem kannski sést best á því að Ommidonna fór sérstaklega að slá í hádeginu, til að vera klár í leikinn. En dugði það?

Fyrri 9 holurnar voru æsispennandi. Ég tók fyrstu 3 holurnar, fjórða féll, en Ommidonna tók 3 næstu. Það var því jafnt á 8. teig. Þar fékk ég minn fyrsta fugl í sumar og tók holuna. Níunda féll svo. Ég var því einn upp eftir 9 holur, og ákveðið að halda áfram, þrátt fyrir að klukkan væri að detta í miðnætti.

Ommidonna tók tíundu og jafnaði. Ég kom hins vegar sterkur til baka og tók elleftu og tólftu (2up). Þrettánda féll og ég tók fjórtándu (3up). Ommidonna tók svo fimmtándu eftir að ég vítaði, en ég kom enn og aftur sterkur til baka og tók sextándu og sautjándu, 4up og game over. Átjánda og síðasta féll svo.

Ég var að slá ágætlega í heildina, nokkuð stöðugur í teighöggunum, fínn í púttunum, en var ekki að hitta flatirnar. Tölfræði.
  • Pútt: 5 einpútt, 13 tvípútt.
  • Hittar brautir: 6/13 (46%).
  • Hittar flatir: 3/18 (17%).
  • Víti: 2.
  • Högg: 94 (44/50). Sprengja á tíundu og átjándu.

Golfblogg, bestu bloggin.

Efnisorð: