þriðjudagur, júní 16, 2009

Lakers...

Innilegar hamingjuóskir til allra Lakers-manna og kvenna!

Ég var aldrei í minnsta vafa að við myndum vinna titilinn í ár, enda með besta leikmanninn, besta þjálfarann og bestu liðsheildina. Hin liðin áttu einfaldlega ekki break þegar Lakers virkilega lagði sig fram.

Ég hef horft á gífurlegt magn af leikjum liðsins í vetur. Af leikjunum 82 í deildarkeppninni hefur ég líklega séð svona 65 að hluta eða öllu leiti. Af leikjunum 24 í úrslitakeppninni sá ég eiginlega alla í heild sinni. Þannig að við erum að tala um hátt í 90 leiki í vetur/vor/sumar, sem er alveg slatti. Í minningunni verður þetta veturinn þegar Harpa gekk með Sunnu Karen, en líka Lakers-Atvinnuleysis-veturinn.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist með leikmannahópinn fyrir næsta tímabil. Ég myndi vilja sjá okkur losna við The Broken Machine (Vujacic), The Hope (Farmar), og annað hvort Mbenga eða Powell. Einnig væri snilld ef Kobe myndi skrifa undir nýjan samning og taka á sig launalækkun. Með því væri hægt að semja uppá nýtt við bæði Odom og Ariza og vonandi Shannon Brown. Með þennan mannskap er ekkert annað en titill í spilunum næstu 2-3 árin.

Áfram Lakers.

Efnisorð: