fimmtudagur, apríl 16, 2009

Hjólageðveiki, semi

Ég keypti mér svona hjól í síðustu viku. Bætti við standara, ljósum að framan og aftan, brettum og hraðamæli. Það er alger snilld að vera með svona mæli. Ég er búinn að hjóla slatta á þessum 8 dögum sem ég er búinn að eiga hjólið.

1. Fyrsta ferðin var 38,6 km. Meðalhraði 21,6 km/klst. Ég tók Grafarvoginn, meðfram Sæbrautinni, cut í gegnum bæinn, Skerjarfjörður, Fossvogur, heim.

Athuganir:
  • Mér finnst hrikalega gaman að hjóla í kringum Grafarvoginn, skemmtilegir stígar, fólk í golfi á sumrin, fallegt útsýni.
  • Maður lendir í veseni á hjóli við tónlistarhúsið.

2. Hér er loftmynd. Ferð 2 var svipuð, sleppti að vísu Grafarvoginum en bætti inn Nesinu. Miklabraut heim með viðkomu í bænum. Mér finnst alltaf gott að kíkja aðeins í bæinn og tjekka á stemningunni og jafnvel stoppa og hlusta á trúbadorinn taka eitt tvö lög. Vegalengd 38,15 km. Meðalhraði 22,7 km/klst.

Athuganir:
  • Neshringurinn er frábær.
  • Ég fór Rafstöðvarveginn, þ.e. norðan við Elliðaárnar. Það er vegur í slæmu ástandi og ekki fyrir götuhjól.
  • Það var gott veður, en bærinn var nánast dauður.


3. Í gær fór ég glænýja leið. Ég fór í gegnum nýja Kópavoginn, framhjá Vífilsstaðavatni, uppí Heiðmörk, framhjá Oddi, og endaði í Hafnarfirði. Ég fór í gegnum Hafnarfjörðinn, svo framfram sjónum pretty much alla leið á T9. Þar hitti ég nýjasta tengasoninn, Lilla Snilla Andrésson. Eftir stopp, vatn og hafraköku húsmóðurinnar lá leiðin heim. Vegalengd 40,9 km, meðalhraði 21,5 km/klst.

Athuganir:
  • Ég mun pottþétt taka þennan Hafnarfjarðarrúnt aftur, og það fljótlega.
  • Leiðin í gegnum Kópavoginn er leiðinleg, þ.e. Hvörfin og öll þessi hringtorg.
  • Bryggjuhverfið í Hafnarfirði er bæði tómt og sorglegt.
  • Ég náði mínum hæsta hraða í brekkunni við Vífilsstaðavatn, 55,9 km/klst. Ég mun aldrei aftur fara svo hratt, af öryggisástæðum.


4. Í kvöld fór ég á viðgerðanámskeið hjá Fjallahjólaklúbbnum. Eðli málsins samkvæmt mætti ég á hjóli, og ekki gat ég mætt á nýju hjóli, svo ég fór með hjólið hennar mömmu.

Ég fór því fyrst í Kleifarselið, en fór svo hefðbundna leið fram og tilbaka. Vegalengd 28,4 km.


Athuganir:
  • Ég lærði fullt á þessu frábæra og ókeypis námskeiði.
  • Ég hef meiri áhuga á að hjóla en hjólum.
  • Ráðleggingar leiðbeinanda: smyrjið keðjuna vikulega, skiptið um keðju árlega sem og alla barka, þrífið hjólið mjög regulega hátt og lágt, skoðið bremsur og gíra minnst mánaðarlega.

Efnisorð: