þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Lakers...

Ég er búinn að sjá flesta leiki Lakers á þessu tímabili og ég hlakkaði mikið til að sjá þá mæta Knickerboxers strákunum frá New York, en leikið var í Madison Square Garden í nótt. Þetta eru oftast skemmtilegir leikir, og Kobe hefur alltaf fundið sig vel í þessari höll.


Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég settist niður klukkan 00:30 í nótt með kók með miklum klökum í glasi og saltstangir í skál.

Kobe, Gasol og Lakers voru heitir framan af og það stefndi augljóslega í eitthvað sérstakt. En nei nei nei, nettengingin mín dó um miðjan fyrri hálfleik, og það í fyrsta skipti, og ég gaf mér ca. klukkutíma í að reyna að laga málið, en ekkert gekk. Ég missti því af þessu - sem er leiðinlegt - og svo þegar ég vakna í morgun er tengingin komin í lag!

Til að gera langa sögu stutta þá unnu Lakers örugglega - Kobe skoraði 61 stig á 37 mín og setti met í höllinni. Við sjáum myndband:

Efnisorð: