fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Hjólreiðar...

Ég gerði við hjólið mitt í gær. Það var búið að vera sprungið annað dekkið á því í marga mánuði. Það tók 10 mínútur að laga það.

Í dag var svo hjólað. Prófa gripinn. Það var skítakuldi af austri. Fínt niðrí bæ, erfiðara heim.

Ég fór hefðbundna leið: Elliðaárdalur - Suðurlandsbraut - Laugarvegur - Austurvöllur - Hringbraut - Miklarbraut - Elliðaárdalur. Þetta eru rétt tæpir 25 km.


Tónlist:
No Line on the Horizon með U2. Fyrsta hlustun lofar góðu. Einnig hlustaði ég á disk með lögunum úr fyrstu 6 þáttunum af seríu 2 með Flight of the Conchords. Frábært. Djöfull eru þeir fyndnir og skemmtilegir.
Sönnun A. Nettur Magnolia fílingur hérna.
Sönnun B.
Sönnun C.
Frekari sannanir síðar.

Á ferð minni stoppaði ég í Icefin í Nóatúni. Þar skoðaði ég Micro Dry nærföt. Málið er í skoðun. Gæti verið gott að eiga svona í kuldanum.

Hugsanlega var þetta fyrsti áfanginn í undirbúningi á hringferð í kringum landið. Hver veit? En eitt veit ég - ég var gjörsamlega dauður þegar ég kom heim.

Efnisorð: , , ,