Labb
Ég fór í leiðangur í dag - markmiðið var að skoða nýtt hjól til að fjárfesta í.
Ákveðið var að ganga úr Norðlingaholtinu niður í Skeifu - sem er nýjung - og hlusta á ferska músík á leiðinni. Ég var vel búinn. Harpa spáði því að gangan tæki um 90 mínútur, ég var viss um að þetta tæki minni tíma, þó ég vissi ekki hversu langt þetta væri í kílómetrum.
Eins og myndin sýnir (klikkið fyrir stærri útgáfu) þá eru þetta 6,81 km ca. Gangan tók 57 mínútur sem er sæmilegur meðalhraði í hálku. Á ekkert að sanda göngustíga borgarinnar, ha Óskar Bergsson? Á leið minni mætti ég einum gangandi manni, hann var illa til fara og angaði af áfengi og tóbaksreyk. Einnig mætti ég manni á hjóli, en hann var greinilega vanur og hjólaði rösklega í hálkunni.
Á leiðinni var hlustað á tónlistina úr myndinni Slumdog Millionaire. Afbragðs soundtrack þar á ferðinni sem hressir mjög.
Stoppað var í GÁP, Erninum og Markinu. Ekki fannst hjól að þessu sinni, en von er á sendingu með götuhjólum snemma í marsmánuði. Í dag er götuhjóla skortur í landinu.
Úr Markinu í Ármúla lá svo leiðin uppí Kringluna þar sem ég hitti frúnna og við eyddum inneignarnótum hjá fyrirtækjum sem við teljum að gætu farið á hausinn fljótlega.
Fín gönguferð - vægi mikið - veður gott - mínusstig fyrir hálku.
Ákveðið var að ganga úr Norðlingaholtinu niður í Skeifu - sem er nýjung - og hlusta á ferska músík á leiðinni. Ég var vel búinn. Harpa spáði því að gangan tæki um 90 mínútur, ég var viss um að þetta tæki minni tíma, þó ég vissi ekki hversu langt þetta væri í kílómetrum.
Eins og myndin sýnir (klikkið fyrir stærri útgáfu) þá eru þetta 6,81 km ca. Gangan tók 57 mínútur sem er sæmilegur meðalhraði í hálku. Á ekkert að sanda göngustíga borgarinnar, ha Óskar Bergsson? Á leið minni mætti ég einum gangandi manni, hann var illa til fara og angaði af áfengi og tóbaksreyk. Einnig mætti ég manni á hjóli, en hann var greinilega vanur og hjólaði rösklega í hálkunni.
Á leiðinni var hlustað á tónlistina úr myndinni Slumdog Millionaire. Afbragðs soundtrack þar á ferðinni sem hressir mjög.
Stoppað var í GÁP, Erninum og Markinu. Ekki fannst hjól að þessu sinni, en von er á sendingu með götuhjólum snemma í marsmánuði. Í dag er götuhjóla skortur í landinu.
Úr Markinu í Ármúla lá svo leiðin uppí Kringluna þar sem ég hitti frúnna og við eyddum inneignarnótum hjá fyrirtækjum sem við teljum að gætu farið á hausinn fljótlega.
Fín gönguferð - vægi mikið - veður gott - mínusstig fyrir hálku.
Efnisorð: Daglegt líf, Hjólreiðar
<< Home