Hringvegurinn
Mér var að detta í hug að hjóla hringveginn í sumar - hugmynd sem er framkvæmanleg, en auðvitað ekki svo auðveld.
Þetta eru 1339 km.
Ef maður tæki 100 km á dag, þá væru þetta 2 vikur. Mér skilst að Íslandsmetið sé ein vika, en það er náttúrulega bara geðveiki. 100 km á dag er alveg raunhæft ef maður er í fínu formi, en svo eru auðvitað ýmis atriði sem þyrfti að meta.
Hjólar maður með tjald eða tekur maður bændagistingu?
Hversu stór factor er veðrið?
Getur maður skilið konuna eftir heima með 2 börn?
Verð ég kominn með vinnu?
Eitt er þó víst, svona ferð yrði erfið og skemmtileg um leið. Skoðum þetta þegar líður á sumarið.
Þetta eru 1339 km.
Ef maður tæki 100 km á dag, þá væru þetta 2 vikur. Mér skilst að Íslandsmetið sé ein vika, en það er náttúrulega bara geðveiki. 100 km á dag er alveg raunhæft ef maður er í fínu formi, en svo eru auðvitað ýmis atriði sem þyrfti að meta.
Hjólar maður með tjald eða tekur maður bændagistingu?
Hversu stór factor er veðrið?
Getur maður skilið konuna eftir heima með 2 börn?
Verð ég kominn með vinnu?
Eitt er þó víst, svona ferð yrði erfið og skemmtileg um leið. Skoðum þetta þegar líður á sumarið.
Efnisorð: Hjólreiðar
<< Home