sunnudagur, júlí 06, 2008

Reykjavíkurhringurinn...

Reykjavík er stór borg, en ekki stórborg. Einhvern tímann sá ég mynd þar sem búið var að skeita saman korti af Reykjavík og París. Reyndust borgirnar svipað stórar, þrátt fyrir að í París búi milljónir manna. Fáránlegt.

Í dag hjólaði ég Reykjavíkurhringinn, þrátt fyrir að hafa verið dauður í löppunum þegar ég vaknaði í morgun. Ég mýktist eftir því sem leið á daginn og var orðinn skítsæmilegur eftir hádegið.

Hringurinn var alls um 40 km skv borgarvefsjánni.
Alls tók þetta 1 klst og 50 mín. Það gerir tæplega 22 km/klst, sem er ágætt innanbæjar.

Leiðin: Norðlingaholt - Suðurlandsvegur - Vesturlandsvegur - upp að Egilshöll - meðfram Korpu (beygði við 3. grín, erfið par 3), út Grafarvoginn, Bryggjuhverfið, Geirsnef, Sæbraut, Mýrargata, Nesvegur?, Ægissíða, Skerjafjörður, Fossvogur, Stekkjarbakki, Seljahringur, Breiðholtsbraut, Norðlingaholt.

Jómfrúarkaflar:
a) Grafarvogur frá Egilshöll. Skemmtileg leið, öll á hjólreiðastíg. Aðstæður til fyrirmyndar.
b) Skerjafjörður frá Ægissíðu að Nauthólsvík. Frábær stígur; 9,5.

Þetta er hugguleg upphitunarleið fyrir þá sem eru að spá í næsta skref fyrir ofan, s.s. Hvalfjörðinn, Laugarvatn, Nesjavallarhringinn, etc. Sjálfur stefni ég á Laugarvatn eftir rúmar 2 vikur, ef veður leyfir.

Efnisorð: ,