föstudagur, júlí 18, 2008

Þorlákur sigraður, golfblogg-bestu bloggin

Í gærkvöldi fór ég og spilaði golfvöllinn í Þorlákshöfn (erfiðasta golfvöll í heimi) ásamt góðum mönnum; Ólafi Ginobili, Agga Agzilla og Bigga Burger. Leikur hófst skömmu eftir 19 í rjómablíðu og logni en lauk rétt fyrir miðnætti í smá blæstri og það var farið að snögg-kólna.

Leikinn var klassískur golf-leikur. Ég/Biggi vs Óli/Aggi. Einn punktur fyrir besta skor, einn fyrir samanlagt og einn fyrir fugl. Enginn fugl sást á hringnum þrátt fyrir nokkur pútt úr góðum færum.

Ég var að spila vel í gær.
Ég var að vísu að slá frekar illa af teig með 3-trénu, en járnaspilið var nokkuð gott, og það sem öllu máli skiptir, stutta spilið er on fire. Ég var því að scramble fyrir þokkalegu skori.

Tölfræði:
Fyrri 9: 44
Seinni 9: 47
Samtals: 91 högg
* 4 pör
* 11 skollar
* 2 skrambar
* 1 triple (erfiðustu vallarins, sem nota bene er ekki Snákurinn)

Ég var að rifja þetta upp í gær - nafnið Snákurinn - var það ekki e-ð sem ég fann uppá? Ég var nefnilega að heyra að þetta sé orðið þekkt nafn, og líklega eina brautin á landinu sem er skírð eftir dýri.

Efnisorð: