fimmtudagur, júlí 31, 2008

Hjólað í hita...

Ég var í fríi í gær eftir hádegi, hitabylgju frí.

Og það var hjólað.

Skellti mér fyrst útá nes og til baka. Hafgolan var eilítið köld, en samt fín. Svo ákvað ég að prófa að hjóla Heiðmörkina, frá Seljahverfi að Norðlingaholti. Sjá kort.

Þetta er frekar leiðinleg leið á heildina litið. Fyrst liggur leiðin uppá Rjúpnahæð, meðfram Vífilsstaðavatni, upp hjá Maríuhellum og svo bein leið á malbiki milli Urriðavallar og Heiðmarkar. Eftir það tekur við möl og brekkur. Það er ekkert spes að hjóla á möl í 26 stiga hita.

Heildar vegalengd ca. 60 km.
Orkunotkun, mikil.

Efnisorð: