föstudagur, júlí 25, 2008

Hitt og þetta...

Tíminn flýgur!

***************

Ég skellti mér á "bestu mynd allra tíma" í vikunni, The Dark Knight. Þetta er djöfulli góð mynd sem nauðsynlegt er að sjá í bíó. Meðmæli. Einkunn: 9,3.

***************

Á morgun liggur leiðin að Apavatni í einhvern monster bústað sem pabbi og mamma eru með á leigu. Búist er við hátt í 30 manns og almennu stuði. Tvær nætur þar.

***************

Í kvöld er svo grillpartý þar sem meðlimir Clint og konur koma saman. Gæti orðið áhugavert. Þetta verður haldið í sumarbústað í Heiðmörk, í göngufjarlægð fyrir mig.

***************

Að vísu var planið alltaf að hjóla í fyrramálið að Apavatni, ca 90 km leið. En mjög stífur mótvindur mun að öllum líkindum stoppa það, því meður.

Efnisorð: , ,