miðvikudagur, júlí 09, 2008

Golfblogg, bestu bloggin, æfingablogg

Þetta er búið að vera lélegt golf-season. Ég er búinn að spila asnalega illa, slá stutt og skakkt, slæsa með öllum trékylfum, og bara almennt í ruglinu.

Því var gert nokkuð sem ég hef ekki gert áður. Síðustu þrjár golfferðir hafa verið stuttar. Básar-Grafarholti!


Núna eftir ca 200 bolta er sveiflan að komast í betra horf. Sjöan er aftur orðin 130+ metra högg, 3-tréð um 200 metrar, til að nefna dæmi. En það sem er merkilegast; ég er farinn að húkka boltann meira en slæsa. Ég golfferli mínum hef ég aldrei húkkað einn einasta bolta, þar til núna.

Ég hef einnig æft stutta spilið mikið (á minn mælikvarða). Svona í kringum green högg. Áður var ég alltaf að skalla boltann eða berja í jörðina. Núna er ég eiginlega alveg hættur því. Þetta telur allt.

Um helgina verður stóra prófraunin. Ný sveifla, nýtt hugarfar, sömu kylfur, sömu föt.

Flúðir - hér kem ég.

Efnisorð: