fimmtudagur, júlí 31, 2008

Fore... - golfblogg, bestu bloggin

Ég fór í golf á þriðjudaginn á Kjöl í Mosfellsbæ. Það gekk bara ágætlega fram á innáhöggið á 9. holunni. Nóg um það.

Á 6. holunni - par 3, 140 metrar - sló ég rétt vinstra megin við green-ið (þar sem maður púttar, Arna). Þegar ég er að undirbúa mig að slá með 60° fleygjárninu mínu yfir glompuna (sandur) heyri ég FORE og á sama tíma flýgur bolti beint yfir mig, á fleygiferð, og ég held að hann hafi verið svona 5 cm frá mér.

Þarna var að verki ungur maður á 5. teig (teigur er það sem maður tekur upphafshögg) en 5. brautin liggur að hluta til meðfram 6. brautinni.

Ábending til allra kylfina: Öskrið hátt og snjallt FORE þegar minnsti möguleiki er á að bolti sé á leiðinni í fólk. Ekki horfa á eftir boltanum og hugsa "ætli hann drífi, er hann á leiðinni í hausinn á honum, sleppur hann ekki".

Hefði þessi bolti farið í hausinn á mér væri ég líklega höfuðkúpubrotinn.

Hliðarsaga: Þar sem við biðum á 4. teignum (20 mín bið) kom maður í hollinu á eftir - hokinn af reynslu - og sagði okkur sögu af manni sem var að pútta á 3. green-inu og fékk bolta í augað þegar maður á 4. teignum sló slæmt högg. Sá sem varð fyrir högginu missti augað og tapaði málinu fyrir dómstólum.

Lærdómur: Golf er hættuleg íþrótt.

Efnisorð: