miðvikudagur, júlí 02, 2008

33,7 km

Í tilefni af fyrirhugaðri Hvalfjarðar-hjólaferð (sem allir alvöru menn mæta í) var farið í upphitunartúr í kvöld.

Það rigndi um kvöldmatarleytið en stytti fljótlega upp. Það viðraði því vel til hjólreiða, nánast logn, ágætlega hlýtt, þurrt loft og tært.

Eins og sést á myndinni var þetta fjölbreyttur og skemmtilegur túr.

Leiðin: Norðlingaholt - Elliðaárdalur, Miklabraut, Snorrabraut, Laugarvegur, Túngata, Hringbraut, Neshringurinn, Ægissíða, Suðurgata, Sæbraut, Reykjanesbraut, Elliðaárdalur, Norðlingaholt.

Alls 33,7 km, eða ca jafn langt og til Hveragerðis héðan úr Norðlingaholtinu (lengra fyrir miðbæjarrottur, já og bara flesta aðra). En bara tæplega hálfur Hvalfjörðurinn.

Erfitt já.
Gaman já.

Þarnæst á dagskrá: Hjóla Reykjavíkur-hringinn. Fljótt á litið virðist hann var svona 40 km+ (Grafarvogurinn er stór).

Efnisorð: ,