sunnudagur, nóvember 18, 2007

Prikið vs Grái Kötturinn...

Ég hef farið nokkrum sinnum í trukkinn á Gráa Kettinum og líkað vel. Á dögunum bloggaði Dr. Gunni um að ameríski morgunmaturinn á prikinu væri miklu betri og ódýrari en á Gráa. Ég fór því ásamt nokkrum vinnufélögum á Prikið síðasta föstudag til að kanna málið.

Prikið: Ég fékk mér vörubíl, sem inniheldur ca það sama og trukkurinn á Gráa Kettinum, þ.e. 2 egg, 5-6 beikon, pönnukökur, ristað brauð og kartöfluteninga. Fyrir þetta borgar maður 1190 kr (drykkur ekki innifalinn). Þetta var súper gott á Prikinu og vel útilátið. Reyndar var þetta svo vel útilátið að ég náði ekki að klára matinn + næsta máltíð sem ég borðaði var kvöldverður. Góður matur, sæmilegt verð en ultra-hæg þjónusta.

Grái: Trukkurinn er klassík. Hann er passlega stór og helsti munurinn vs Prikið liggur í pönnukökunum, því þær eru meira svona lummur á Gráa. Einnig er Grái með e-ð tómatpúrrudót sem ekki var á Prikinu. Verðið er ögn hærra á Gráa, en þegar þú ert kominn með stórt djúsglas þá munar einhverjum tíköllum. Einnig mjög hæg þjónusta á Gráa.

Niðurstaða: Jafntefli.

Efnisorð: ,