Mugiboogie
Það er búið að vera stuð um helgina.
Í gær stóð ég fyrir smá Amazing Race í vinnunni. Það var skipt í lið og hlaupið útum allan bæ og leyst þrautir. Meðal annars var sungið þjóðsönginn á Austurvelli, leikinn leikþáttur úr verki Shakespears við Þjóðleikhúsið, gert armbeygjur og drukkið bjór á Laugaveginum, synt í Sundhöllinni, borðað sviðakjamma á BSÍ, og fleira og fleira. Nokkrir ældu í æsingnum. Síðan var endað í pottunum í Vesturbæjarlauginni. Geðveikislega gaman!
Kvöldinu var svo að mestu eytt í kjallara B5. Það er huggulegt að vera þar og B5 líklegast einn af betri stöðum bæjarins. Ég hitti líka fullt af skemmtilegu fólki, m.a. gamlar bekkjarsystur úr grunnskóla/menntaskóla, gamla vinnufélaga, nágranna minn, Ommadonna, David Duchovny og fleiri. Ég gerði reyndar þau stóru mistök að fara á Oliver. Af hverju fer maður eiginlega ALLTAF þangað? Ógeðslega súr staður með ömurlegri tónlist og alltof mikið af fólki. Vandamálið er líklega það að ég fer svo sjaldan útá lífið, og langtímaminnið er ekkert sérstaklega virkt eftir slatta af áfengi, og ég man því bara ekkert að Oliver sé svona ömurlegur.
Fyrst buðu Meistarinn og Heiða okkur og fleirum í brunch þar sem hugmyndin var að kallar myndu horfa á tvö bestu sóknarlið alheimsins sýna listir sínar á meðan konur og börn myndu ræða um eitthvað sem konur með börn ræða um. Snilldarbrunch og pönnukökur Meistarans voru sérstaklega ljúffengar.
Í kvöld fórum við svo til stóru systur í mat. Þegar maður fer í mat þangað þá fær maður alltaf eitthvað sem maður hefur aldrei prófað áður og oftast bera réttirnir heiti sem eru ekki í íslenskum orðabókum. Núna fengum við t.d. einhvern organic ís í eftirrétt. Helvíti góður. En hér er vandamál. Núna er röðin komin að mér að halda boð og systir mínir og gourmet vinkona hennar eru væntanlegar á föstudaginn. Það þarf því að bretta upp ermar og byrja undirbúning. Núna dugar ekkert Jóa Fel drasl eða Hagkaups-bækurnar, nei nei. Hagnaðurinn þarf að fara í fusion eða e-ð þvíumlíkt. Kemur í ljós.
Að lokum mæli ég með andfótbolta síðunni. Hún fer að fara á almennilegt flug eftir vægast sagt hávært start.
Í gær stóð ég fyrir smá Amazing Race í vinnunni. Það var skipt í lið og hlaupið útum allan bæ og leyst þrautir. Meðal annars var sungið þjóðsönginn á Austurvelli, leikinn leikþáttur úr verki Shakespears við Þjóðleikhúsið, gert armbeygjur og drukkið bjór á Laugaveginum, synt í Sundhöllinni, borðað sviðakjamma á BSÍ, og fleira og fleira. Nokkrir ældu í æsingnum. Síðan var endað í pottunum í Vesturbæjarlauginni. Geðveikislega gaman!
Kvöldinu var svo að mestu eytt í kjallara B5. Það er huggulegt að vera þar og B5 líklegast einn af betri stöðum bæjarins. Ég hitti líka fullt af skemmtilegu fólki, m.a. gamlar bekkjarsystur úr grunnskóla/menntaskóla, gamla vinnufélaga, nágranna minn, Ommadonna, David Duchovny og fleiri. Ég gerði reyndar þau stóru mistök að fara á Oliver. Af hverju fer maður eiginlega ALLTAF þangað? Ógeðslega súr staður með ömurlegri tónlist og alltof mikið af fólki. Vandamálið er líklega það að ég fer svo sjaldan útá lífið, og langtímaminnið er ekkert sérstaklega virkt eftir slatta af áfengi, og ég man því bara ekkert að Oliver sé svona ömurlegur.
*****
Í dag er ég svo búinn að fara í 2 matarboð!Fyrst buðu Meistarinn og Heiða okkur og fleirum í brunch þar sem hugmyndin var að kallar myndu horfa á tvö bestu sóknarlið alheimsins sýna listir sínar á meðan konur og börn myndu ræða um eitthvað sem konur með börn ræða um. Snilldarbrunch og pönnukökur Meistarans voru sérstaklega ljúffengar.
Í kvöld fórum við svo til stóru systur í mat. Þegar maður fer í mat þangað þá fær maður alltaf eitthvað sem maður hefur aldrei prófað áður og oftast bera réttirnir heiti sem eru ekki í íslenskum orðabókum. Núna fengum við t.d. einhvern organic ís í eftirrétt. Helvíti góður. En hér er vandamál. Núna er röðin komin að mér að halda boð og systir mínir og gourmet vinkona hennar eru væntanlegar á föstudaginn. Það þarf því að bretta upp ermar og byrja undirbúning. Núna dugar ekkert Jóa Fel drasl eða Hagkaups-bækurnar, nei nei. Hagnaðurinn þarf að fara í fusion eða e-ð þvíumlíkt. Kemur í ljós.
Að lokum mæli ég með andfótbolta síðunni. Hún fer að fara á almennilegt flug eftir vægast sagt hávært start.
Efnisorð: Daglegt líf, Dans, Matur
<< Home