mánudagur, nóvember 05, 2007

Lakers - KB24

Það er búið að vera stuð að vera Lakers fan í sumar. Kobe er að fara - Kobe er ekki að fara. Nett svona Gerrard stemning. En núna allavega er komið smá hold á það mál. Hann er allavega ekki að fara til Bulls eða Mavs á næstunni. Menn geta því farið að einbeita sér að körfubolta. Og menn hafa gert það.

Game 1: Tap fyrir Houston heima.
Kobe með ágætan leik, en gamli Duke-arinn Shane Battier skorar viðbjóðs Helga Magnússon style körfu sem klárar leikinn. 2 stiga tap.

Game 2: Öruggur sigur gegn Phoenix úti.
Léttur leikur á útivelli gegn Kyrrahafsmeisturum 2006-2007. Varamenn Lakers stíga upp og skora yfir 60 stig.

Game 3: Baráttusigur gegn Utah.
Kobe gerir sitt, en aðrir leikmenn (þar á meðal Bynum) eiga góðan leik og Lakers vinna því góðan sigur á meisturum Norðvesturriðilsins frá því í fyrra.

Næsti leikur: Heima gegn New Orleans (3-0). Skyldusigur!

Að lokum: Chicago hafa farið illa af stað og hafa tapað öllum sínum leikjum (0-3). Ég veit að það gleður marga. Þar á meðal mig.

Efnisorð: