föstudagur, nóvember 09, 2007

27

Ég ræddi um maraþonhlaup á þessari síðu á sunnudaginn. En það er ekki nóg að tala, það þarf líka að framkvæma.

Ég er því búinn að hlaupa í þessari viku, alla 5 daga vikunnar.

Mán (6 km)
Þri (7 km)
Mið (6 km)
Fim (6 km)
Fös (2 km)

Samtals gerir þetta 27 km, og það á fimm dögum. Það eru því enn rúmir 15 kílómetrar í land. Setjum þetta í samhengi. Ég er að fara að hlaupa til Selfoss frá heimili mínu í Norðlingaholtinu og er ca. kominn í kambana. Ég reikna með að koma á Selfoss, heimili að aðsetur íslenska hnakkans, um miðjan dag á miðvikudag. Þá er eitt maraþonhlaup komið í hús.

Efnisorð: ,