sunnudagur, nóvember 04, 2007

Maraþonhlaup...

Ég var að láta mér detta í hug að taka þátt í maraþonhlaupi eftir 2 ár, þegar ég verð þrítugur. Hugmyndin er á frumstigi, en ef ég læt verða af þessu þá kemur eingöngu New York maraþonið til greina, en það er einmitt í dag.

42 km er náttúrulega crazy langt.

Fyrsti maðurinn sem hljóp þessa vegalengd dó úr þreytu, annar maður lést á dögunum, vinnufélagi minn hljóp Berlínar maraþonið um daginn, og er enn að drepast í löppunum, nokkrum vikum síðar. Þannig að þetta er drullu erfitt - það segir sig sjálft. En þetta er gerlegt, og það er aðalatriðið. Hliðar-atriði er væntanlega að klára þetta á sómasamlegum tíma; undir 4 klst.

New York maraþonið - haust 2009!

Þar höfum við það - skriflegt markmið, Brian Tracy style.

Hverjir eru með?

Efnisorð: , , , , ,