Eldsmiðjan - 10 ára gömul verð
Ég fór á Eldsmiðjuna í hádeginu og fékk mér pizzu N, pepperoni special.
Í dag kostar þessi pizza - 16" - 1.655 kr., miðað við 10 ára gamalt verð.
Fullt verð í dag er hins vegar 2.595.
Hvað þýðir þetta?
* Jú, ég fæ 940 kr. afslátt af pizzunni, eða 36,22%.
* Pizzan hefur hækkað um 56,8% í verði á 10 árum.
Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 82% og undirvísitala 011 (Matur) hefur hækkað um 64,8%. Heimild: Hagstofa Íslands.
Niðurstaða: Fín pizza, góður afsláttur, hófleg hækkun á síðustu 10 árum miðað við almennt verðlag.
Efnisorð: Neytendamál
<< Home