Orkunotkun...
Orkuveitan býður fólki núna uppá e-ð sem heitir Orkan mín.
Þetta virðist nú vera algjört drasl eins og er, en ég náði allavega að bera saman orkunotkun mína (eingöngu rafmagn, hitinn var í einhverju rugli) við sambærilegt heimili, þ.e. 110 fm2 í fjölbýli með 2 fullorðna og 2 börn.

Ég er sem sagt rauða línan.
Ég er að fara með þetta 320 kWh á mánuði en sambærilegt meðalheimili er með 561 kWh. Ég er því orkusparandi einstaklingur.
Það væri fróðlegt að sjá heitavatnsnotkun til samanburðar, en sá fídus virðist liggja niðri.
Efnisorð: Neytendamál
<< Home