föstudagur, september 04, 2009

Stóra kókmálið, niðurstaða

Snemma í júlí sendi ég fyrirspurn til Vífilfells og lét auk þess fylgja með link inná neytendastofu götunnar, barnaland:

Getur verið að bragðið af kókinu sé e-ð að breytast?

Ég hef orðið var við e-ð nýtt bragð af kókinu í 2 lítra umbúðum í þrígang, og ég er ekki frá því að hálfs lítra flaskan sem ég er að drekka núna sé með pínu aukabragði.

Svar barst svo núna áðan:

Sæll Haukur,

Það var auka-bragð af kókinu sem næmir neytendur fundu. Ástæðan var smávægileg breyting í blöndunarferlinu.
Upplifun neytenda af þessari breytingu gat verið mjög misjöfn, nokkuð margir fundu of mikið kanilbragð. Það gæti vel hugsast en Coca Cola er m.a. gert úr jurtaseyðum.

Við sendum bæði bragðefni og fullbúna drykki til Atlanta og Brussel til nánari skoðunar, ásamt því að stofna til sérstaks rýnihóps hérna heima.
Niðurstaðan var sú að drykkurinn væri algerlega hættulaus, en það var annað, óþekkt bragð, sem er þá rakið til fráviks í blönduninni.

Ég trúi því nú, að Coke-ið sé orðið eins og það á að vera.

Efnisorð: