þriðjudagur, júní 16, 2009

Vinna...

Ég er kominn með vinnu!
Ég hóf störf hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna þann 2. júní.

Frá hruni bankanna og gengisfallinu hefur eftirspurnin eftir þjónustu Ráðgjafarstofunnar aukist mikið og starfsfólki fjölgað samhliða því. Mér skilst að þeim hafi fjölgað úr 7 í tæplega 30 á skömmum tíma. Áður var eingöngu skrifstofa niðrá Hverfisgötu, en núna er búið að bæta við annarri í Sóltúni (þar sem ég er staðsettur) og þar getur fólk komið inn af götunni í viðtal og ráðgjöf.

Konur eru í miklum meirihluta; ég held að við séum bara 4 strákarnir, og ég þekkti tvo þeirra fyrir.

Starfið felst í ráðgjöf, taka viðtal við fólk, fá upplýsingar, safna saman gögnum, greina þau, koma með tillögur og þess háttar. Ágætlega fjölbreytt bara og skemmtilegt, en um leið mjög erfitt á köflum, og það er sko nóg að gera.

En þetta er ekki fast starf, heldur er þessi nýja starfsstöð hálfgert tilraunaverkefni. Þannig að kannski verður þetta bara sumarstarf, kannski nær það til áramóta, eða bara eitthvað. Kemur í ljós. Aðal málið er bara að vera með vinnu. Það léttir lundina að vera kominn á vinnumarkaðinn aftur og vonandi skila góðu starfi sem hjálpar fólki.

Efnisorð: