Vinna...
1. febrúar varð ég formlega atvinnulaus.
1. mars mun ég formlega byrja í fæðingarorlofi - það mun vara í 6 mánuði, að öðru óbreyttu.
Lögum samkvæmt má ég ekki vinna á meðan ég er í fæðingarorlofi - þó ég vilji það - og það er smá problem, því það eru örugglega ágætis líkur á að maður geti fengið e-ð að gera dag og dag, helgi og helgi á þessu tímabili. Ég er með höfuðið í bleyti.
En á morgun hef ég tekið að mér agnarsmátt sérverkefni og á laugardaginn mun ég vinna í leynilegu sérverkefni.
Annars er býsna rólegt í atvinnumálum þessa dagana, eins og allir vita. Það er þó auglýst eitt og eitt starf sem hljóma ágætlega en það eru náttúrulega 2000 manns að sækja um hvert starf. Reyndar var mér boðið starf um daginn, en það hentaði ekki alveg fyrir mig. En auðvitað vonar maður það besta, þrátt fyrir offramboð á neikvæðum fréttum.
1. mars mun ég formlega byrja í fæðingarorlofi - það mun vara í 6 mánuði, að öðru óbreyttu.
Lögum samkvæmt má ég ekki vinna á meðan ég er í fæðingarorlofi - þó ég vilji það - og það er smá problem, því það eru örugglega ágætis líkur á að maður geti fengið e-ð að gera dag og dag, helgi og helgi á þessu tímabili. Ég er með höfuðið í bleyti.
En á morgun hef ég tekið að mér agnarsmátt sérverkefni og á laugardaginn mun ég vinna í leynilegu sérverkefni.
Annars er býsna rólegt í atvinnumálum þessa dagana, eins og allir vita. Það er þó auglýst eitt og eitt starf sem hljóma ágætlega en það eru náttúrulega 2000 manns að sækja um hvert starf. Reyndar var mér boðið starf um daginn, en það hentaði ekki alveg fyrir mig. En auðvitað vonar maður það besta, þrátt fyrir offramboð á neikvæðum fréttum.
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home