sunnudagur, febrúar 08, 2009

Sannleikurinn

Ég fór í leikhús í kvöld á Sannleikinn (-ann).

Ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum.
Ég bjóst við einhverju fyndnu og fersku, þó án þess að hafa neinar gífurlegar væntingar (væntingarstuðullinn var ekki nema 7,75 um fimm mínútum fyrir sýningu).

En þetta var rusl - skrifað af Sigurjóni Kjartanssyni og Pétri Jóhanni - tveimur mönnum sem ég hef mikið álit á. Pétur Jóhann reyndi sitt besta; söng meðal annars nokkra lagstúfa, tók köttinn (þreyttur), smá Ólaf Ragnar, en þetta var bara ekki að virka, því miður.

Hálf stjarna.

Efnisorð: