sunnudagur, febrúar 01, 2009

Ólífur....

Ég henti í eina pítsu í kvöld; fjórða tilraunin á steininum góða. Í þetta skiptið gerði ég grænmetispítsu.
Þetta var skyndiákvörðun og því henti ég bara á hana því sem var til í ísskápnum.

Minn helmingur var með tómötum, ananas, lauk og svörtum ólífum. Ég byrjaði að borða svartar ólífur fyrir svona ca. 1 ári síðan - fram að því þótti mér þær vera viðbjóður - en tímarnir breytast.

Fyrsta pítsan mín með ólífum var góð, en ólífurnar stálu eiginlega bragðinu af öllu hinu. Þjófóttar þessar ólífur.Ég var með hattinn góða við eldamennskuna, enda fagmaður.



Heilræði að lokum:
Ef sett er sítrónusneið neðst í krukku með ólífum, eftir að búið er að opna krukkuna haldast ólífurnar lengur ferskar og fínar.
Posted by Picasa