Ganga... (2)
Um daginn gerði ég tilraun:
Hversu langan tíma tekur að ganga frá miðbæ Reykjavíkur og heim?
Gönguleið: Austurvöllur, Laugarvegur, Rauðarárstígur, yfir Miklatún, Miklabraut, Elliðaárdalur. Klassísk leið.
Vegalengd: 10, 8 km skv beinni mælingu, en sjálfsagt nær 12 km. með beygjum og öllu.
Tími (splits):
Austurvöllur: 13:40
Kringlan: 14:06
Stífla við Höfðabakka: 14:46
Heim: 15:16
Samtals: 96 mínútur.
Síðast þegar ég tók leigubíl úr miðbænum og heim kostaði hann tæpar 4000 krónur. Í dag kostar hann sjálfsagt rúmar 4000 krónur. Ekki það að ég ætli að leggja það í vana minn að ganga heim úr miðbænum, en gæti verið pæling fyrir einhverja.
Tónlist á leiðinni:
Fyrst hlustaði ég á Oracular Spectacular með MGMT. Ég er mjög hrifinn af þeirri plötu. Hressti mjög. Síðan tók við platan Dear Science með Tv on the radio. Ég var ekki alveg jafn hrifinn af þeirri plötu svona við fyrstu hlustun en hún verður áfram í ipoddnum. Skemmtilegt reyndar að fyrsta lagið á plötunni heitir Halfway Home, sem er mikil tilviljun, því þegar það var í gangi var ég eiginlega akkúrat hálfnaður heim.
Ég mun halda áfram að gera tilraunir.
Hversu langan tíma tekur að ganga frá miðbæ Reykjavíkur og heim?
Gönguleið: Austurvöllur, Laugarvegur, Rauðarárstígur, yfir Miklatún, Miklabraut, Elliðaárdalur. Klassísk leið.
Vegalengd: 10, 8 km skv beinni mælingu, en sjálfsagt nær 12 km. með beygjum og öllu.
Tími (splits):
Austurvöllur: 13:40
Kringlan: 14:06
Stífla við Höfðabakka: 14:46
Heim: 15:16
Samtals: 96 mínútur.
Síðast þegar ég tók leigubíl úr miðbænum og heim kostaði hann tæpar 4000 krónur. Í dag kostar hann sjálfsagt rúmar 4000 krónur. Ekki það að ég ætli að leggja það í vana minn að ganga heim úr miðbænum, en gæti verið pæling fyrir einhverja.
Tónlist á leiðinni:
Fyrst hlustaði ég á Oracular Spectacular með MGMT. Ég er mjög hrifinn af þeirri plötu. Hressti mjög. Síðan tók við platan Dear Science með Tv on the radio. Ég var ekki alveg jafn hrifinn af þeirri plötu svona við fyrstu hlustun en hún verður áfram í ipoddnum. Skemmtilegt reyndar að fyrsta lagið á plötunni heitir Halfway Home, sem er mikil tilviljun, því þegar það var í gangi var ég eiginlega akkúrat hálfnaður heim.
Ég mun halda áfram að gera tilraunir.
Efnisorð: Hreyfing, Neytendamál, Tónlist
<< Home