sunnudagur, janúar 25, 2009

Púsl...

Ég fékk 1000 stykkja púsl frá dótturinni í jólagjöf, sem vakti töluverða ánægju mína.

Þetta er svokallað Wasgij púsl, en í þeim púslum veit maður ekki hvað maður er að púsla, heldur getur einungis ráðið í myndina á kassanum sem sýnir bakhlið fólksins að hluta.

Myndir:
1) Púslið að kvöldi aðfangadags.
2) Púsli lokið - við erum stödd á veðreiðum og hestur borðar ávexti úr hatti konu einnar.
3) Púsl og kassi.



Vangaveltur:
a) Er gaman að púsla? Já.
b) Er það tímafrekt? Já.
c) Mæli ég með púsli? Tjah, ekki hvern sem er, og ég myndi ekki fara í meira en 1000 stykki, allavega ekki til að byrja með.
d) Eru trikk? Já, það eru alltaf trikk í öllu.
e) Mun ég blogga aftur um púsl í komandi framtíð? Nei, það er ólíklegt.

Góðar stundir.
Posted by Picasa