sunnudagur, janúar 25, 2009

Pizzasteinn

Ég fékk pizzastein í afmælisgjöf núna á dögunum. Mjög góð gjöf sem á örugglega eftir að koma sér vel.

Ég prófaði steininn núna í vikunni (tvisvar reyndar).
Það er smá trikk að elda á þessu. Fyrst fer nefnilega steinninn inní ofninn og hann er hitaður. Svo þarf að koma pítsunni á heitan steininn, sem er smá vandamál þegar maður á ekki pítsu spaða.

Myndir:
1) Steinninn, glænýr og hreinn, tilbúinn í ofninn.
2) Pítsa með skinku, sveppum og kóríander á helminginn. Takið eftir að það er ekki ostur ofan á pítsunni. Ég setti nefnilega pítsuna á bökunarpappírinn, slatta af hveiti á milli, og svo þegar ég tók steininn út úr ofninn var slide-að pítsunni með hraði ofan á funheitan steininn og svo bætt ostinum ofan á. Þetta var smá vesen en tókst ágætlega.
3) Pítsan komin úr ofninum, ögn ofbökuð. Þetta hefði reyndar verið fínt ef þetta væri ekki á steini, en botninn varð pínulítið of stökkur.
4) Hér sjáum við undir pítsuna - mjög crispy, en aðeins og þykkur botn fyrir minn smekk. Annars bragðgóð pítsa.







Tilraun tvö tókst betur.
Þá gerði ég ostapítsu (mozzarella, camenbert, jalepeno-ostur), hafði botninn aðeins þynnri og breytti um stillingu á ofninum.
Ég mun halda áfram að gera tilraunir þangað til ég er sáttur - í framhaldi verður fólki boðið í mat og smökkun.
Posted by Picasa