mánudagur, janúar 26, 2009

Innovit...

Núna er ég búinn að vera atvinnulaus í 2 mánuði, en samt er búið að vera nóg að gera meirihlutann af tímanum; ég er búinn að starfa sem þjónn, reka DVD-markað, halda frábær jól og afmæli og tekið til á heimilinu, geymslunni, tölvunni og kollinum --- en núna fer að koma tími þar sem er hætta á að ég detti í leti, aðgerðarleysi og rugl.

Ég er því búinn að vera að skoða möguleika með hugsanleg hlutastörf hér og þar (ég er með mjög opinn huga í þeim efnum) og/eða sækja einhver námskeið.

Það var því hressandi að sjá að Innovit eru að fara að halda seríu námskeiða. Þetta hljómar mjög spennandi og áhugavert, og ég er búinn að skrá mig.

Einnig sótti ég fund hjá Hugmyndaráðuneytinu núna á laugardaginn. Þetta var þriðji fundur félagsins, haldinn í kjallaranum hjá Domo, og um 50 manns mættu. Í þetta skiptið var verið að fjalla um hvernig hugmynd verður einhverju meira (í víðum skilningi) og fleira og fleira. Þarna voru meðal annars framkvæmdastjórar hjá CCP og Gogoyoko. Þetta er sem sagt fólk sem vill hittast og ræða lausnir en ekki eingöngu nöldra og tuða. Meira svona.

Svo kemur bara framhaldið í ljós.

Efnisorð: